Auðveldar brauðbollur með trönuberjum

Nýbakaðar og dúnamjúkar brauðbollur hér með trönuberjum.
Nýbakaðar og dúnamjúkar brauðbollur hér með trönuberjum. mbl.is/Tia Borgsmidt

Allt sem er nýbakað er stór­kost­legt! Nýbakaðar boll­ur eru þar á meðal, en þess­ar eru holl­ar og góðar fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Auðveldar brauðbollur með trönuberjum

Vista Prenta

Auðveld brauðbollu upp­skrift með trönu­berj­um (12-14 stk)

  • 425 g hveiti
  • 150 g heil­hveiti eða dur­um
  • 75 g haframjöl
  • 75 g trönu­ber
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • 2,5 dl skyr
  • 3 dl vatn
  • 1 egg til pensl­un­ar
  • 1 dl grasker­skjarn­ar, gróf­hakkaðir

Aðferð:

  1. Blandið hveit­un­um sam­an, ásamt haframjöli, trönu­berj­um, lyfti­dufti og salti. Hrærið því næst skyr­inu og vatn­inu út í. Deigið á að vera klístrað.
  2. Formið deigið í boll­ur úr sirka 2 mat­skeiðum. Leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og penslið boll­urn­ar með pískuðu eggi. Dreyfið söxuðum grasker­s­kjörn­um yfir og bakið við 225°C í 15 mín­út­ur.
  3. Berið fram með því áleggi sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert