Helgarkokteillinn er bomba!

mbl.is/cookienameddesire.com

Þessi svalandi drykk­ur er það sem þú vilt skála í um helg­ina. Hér er fíkja sem leik­ur stórt hlut­verk í klass­ísk­um kokteil sem mun fá bragðlauk­ana til að dansa. Sæta bragðið í fíkj­unni er full­komið á móti fersku mynt­unni. Þessi verður að smakk­ast!

Helgarkokteillinn er bomba!

Vista Prenta

Helgar­kokteill­inn er bomba!

  • 4 cl ljóst romm
  • 1 tsk. hrá­syk­ur
  • ½ lime, skorið í báta
  • Myntu­blöð
  • ½ fíkja, skor­in í báta
  • Mul­inn ís
  • Sóda­vatn

Aðferð:

  1. Settu syk­ur­inn, myntu­blöðin, lime og fíkju í kokteil­glas og byrjaðu að mylja með mortéli.
  2. Settu romm út í glasið og hrærðu vel í.
  3. Fylltu glasið ¾ með muld­um ís.
  4. Fyllið með sóda­vatni og hrærið í.
  5. Skreytið með fíkju­bát­um og myntu­blöðum.
Hér er fíkja að spila aðalhlutverkið í kokteil helgarinnar.
Hér er fíkja að spila aðal­hlut­verkið í kokteil helgar­inn­ar. mbl.is/​Colour­box
Hefur þú smakkað fíkjur út í mojito?
Hef­ur þú smakkað fíkj­ur út í mojito? mbl.is/​cookiena­meddesire.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert