Viltu bæta mataræðið með einföldum hætti?

Meghan Markle er leggur mikið upp úr hollu og góðu …
Meghan Markle er leggur mikið upp úr hollu og góðu mataræði. AFP

Það þarf hvorki að vera erfitt né óyf­ir­stíg­an­legt að borða meira af græn­meti. Hér eru nokk­ur atriði sem þú get­ur haft til hliðsjón­ar í átt að heilsu­sam­legri lífs­stíl.

Hugsaðu lengra fram í tím­ann
Ef þú ert á annað borð að skera niður græn­meti, skaltu hugsa lengra og skera eins mikið niður og mögu­legt er. Settu græn­metið í box og í kæli, þannig spar­ar þú tíma næstu daga.

Fléttaðu græn­metið inn í all­an mat
Finndu fram upp­skrift­ir og fléttaðu inn græn­meti í sós­ur, kart­öflumús­ina, kjöt­boll­urn­ar, pot­trétt­inn, omm­elett­una, pasta­rétt­inn og pizzuna.

Kauptu meira
Þú spar­ar pen­inga og tíma með því að kaupa nóg inn af græn­meti í einu. Mundu svo að gefa þér tíma til að skera allt niður og hugsa um atriði núm­er eitt á þess­um lista.

Frosið græn­meti er ágætt
Ef þér fall­ast hend­ur með að skera niður allt þetta græn­meti er ekk­ert að stoppa þig í að kaupa það frosið. Poki af wok-græn­meti er fljót­leg og holl leið í átt að góðri kvöld­máltíð.

Kauptu réttu græj­urn­ar
Með því að kaupa réttu áhöld­in í að skera og snitta græn­metið verður vinn­an leik­ur einn. Og þar fyr­ir utan mun græn­metið verða mun skemmti­legra fyr­ir vikið – snún­ingslaga „græn­met­is-spaghettí“ og full­kom­lega vel skorn­ir striml­ar.

Settu þér mark­mið
Mark­miðið get­ur verið að borða einn ávöxt eða græn­meti í hvert milli­mál og þá 2-3 stykki með kvöld­matn­um.

Byrjaðu dag­inn á smoot­hie
...eða fáðu þér einn þegar þú kem­ur heim úr vinn­unni. Það er ekk­ert betra fyr­ir auka­kíló­in en að skipta út óholl­ustu fyr­ir fersk­an og bragðgóðan smoot­hie.

Geymdu græn­metið vel
Best er að geyma græn­metið í loft­tæmd­um boxum og þá með rakri eld­húsþurrku í botn­in­um, jafn­vel með smá sítr­ónusafa til að niður­skorna græn­metið verði ekki brúnt á lit.

Súp­ur og aðrir rétt­ir þar sem græn­metið bland­ast sam­an
Í heit­um súp­um maukast græn­metið og bland­ast sam­an í ein­um potti. Því borðar þú fjöl­breytt­ara og meira af grænu en þú ann­ars ger­ir.

Grænt nesti
Vertu með litla græna nest­is­poka þegar þú ert á flakki. Það er frá­bært að geta gripið í ferskt snakk þegar hungrið steðjar að.

Skiptu út mat­væl­um
Hugsaðu út í hvernig þú get­ur skipt út mat­væl­um með grænu og góm­sætu. Þú get­ur t.d. rifið niður blóm­kál í hrís­grjón eða gert blóm­kál­spizza­botn. Skipt kart­öfl­um út með rót­argræn­meti og blandað græn­um baun­um út í pasta.

Prófaðu nýj­ar upp­skrift­ir
Það fá all­ir leið á því að vera alltaf að japla á sömu upp­skrift­un­um. Prófaðu að ögra þér með að finna 2-3 nýj­ar upp­skrift­ir í hverri viku sem inni­halda mikið af græn­meti.

Haltu dag­bók
Það get­ur verið erfitt að muna allt sem við ger­um yfir vik­una og því gott ráð að halda dag­bók. Prófaðu að skrifa niður hvað þú borðar yfir dag­inn og þá sjá hversu mikið græn­meti þú ert í raun að borða dag­lega.

Búðu til þínar eig­in dress­ing­ar
Dress­ing­ar í öll­um út­færsl­um gera all­an mat betri. Búðu til þínar eig­in dress­ing­ar og helltu yfir sal­at og annað græn­met­is­gotte­rí.

Eru grænir kostir á matseðlinum þínum yfir daginn?
Eru græn­ir kost­ir á mat­seðlin­um þínum yfir dag­inn? mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert