Svona skerðu út fullkomið grasker

Við mælum með að skera út grasker í ár. Það …
Við mælum með að skera út grasker í ár. Það er alveg fínasta skemmtun. mbl.is/Colourbox

Það er ekki seinna vænna en að fara brýna hníf­inn og skera út grasker – fyr­ir þá sem ætla sér að taka þátt í Halloween gleðinni í ár. Það eru ef­laust ein­hverj­ir sem mikla þetta allt of mikið fyr­ir sér sem er al­gjör óþarfi. Því verkið er fyrst og fremst bara skemmti­legt og það sér­stak­lega þegar öll fjöl­skyld­an tek­ur þátt.

Eina sem til þarf er:

  • Grasker
  • Beitt­ur hníf­ur
  • Nál­ar eða teip
  • Skap­alón

List­in að skera út grasker:

  • Byrjaðu á því að prenta út skap­alón með þeirri mynd sem þú vilt skera út eða búðu til þína eig­in. Við mæl­um eindr­eigið með þess­ari síðu HÉR – þar sem þú get­ur prentað út til­bún­ar mynd­ir. Mundu bara að klippa ekki mynd­ina út. Þú set­ur allt blaðið á graskerið og fest­ir með nál­um eða teipi áður en þú byrj­ar að skera út.
  • Áður en þú tek­ur upp hníf­inn skaltu skera topp­inn fyrst af öllu, til að byrja að hreinsa graskerið að inn­an. Þú gæt­ir ef­laust fundið fram girni­leg­ar upp­skrift­ir sem inni­halda grasker til að láta ekki inn­mat­inn fara til spill­is.
  • Skerðu út and­lit, mynd­ir eða annað sem þér dett­ur í hug og skreyttu með kerti.

Góða skemmt­un!

Hryllingslega flott þetta grasker.
Hryll­ings­lega flott þetta grasker. mbl.is/​Cos­mopolitian_P­in­t­erest
mbl.is/​Wom­ans­day.com_P­in­t­erest
Fyrir þá sem taka þetta skrefinu lengra og sýna listræna …
Fyr­ir þá sem taka þetta skref­inu lengra og sýna list­ræna takta með hníf­inn. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert