Dásemdar kínóaskál með pistasíum

Kínóaskál með stökkum pistasíum og ferskum jarðarberjum.
Kínóaskál með stökkum pistasíum og ferskum jarðarberjum. mbl.is/Howsweeteats.com

Hvar er best að byrja þegar um slíkt salat er að ræða? Kínóaskál með ferskum jurtum, burrata-osti og stökkum pistasíuhnetum. Þetta er eitt af þeim salötum sem þú elskar að eiga afgang af til að borða daginn eftir.

Dásemdar kínóaskál með pistasíum

  • 2,5 bollar tilbúið kínóa
  • 2 bollar jarðarber, skorin
  • 1 tsk. rifinn sítrónubörkur
  • Burrata-ostur
  • ¼ bolli fersk basilika
  • ¼ bolli fersk mynta
  • 2-3 msk. ferskar jurtir (getur verið steinselja eða graslaukur)
  • Svartur pipar
  • ¼ bolli saxaðar pistasíuhnetur

Sítrónudressing:

  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 1,5 msk. hunang
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • Salt og pipar
  • ⅓ bolli ólífuolía

Aðferð:

  1. Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum og látið kólna.
  2. Búið til dressinguna með því að blanda saman öllum hráefnum fyrir utan ólífuolíu, bætið henni smátt og smátt út í.
  3. Blandið (köldu) kínóa saman við 2-3 msk. af sítrónudressingunni. Það má vera meira eða þú getur bætt við þegar salatið er tilbúið.
  4. Bætið jarðarberjum út í ásamt ferskum jurtum, sítrónuberki, pipar og burrata-osti. Bætið við jurtum og dressingu eftir þörfum og því næst pistasíuhnetunum.
  5. Saltið og piprið eftir smekk.
Sítrónudressingunni er blandað saman við kalt kínóa.
Sítrónudressingunni er blandað saman við kalt kínóa. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka