Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklingapastasalat

mbl.is/Linda Ben

Ef súmma á hinn fullkomna miðvikudagskvöldverð upp hljómar hann nákvæmlega eins og nafnið á þessum rétti: Einfaldur, fljótlegur og hrikalega góður!

Það er Linda Ben sem á heiðurinn að þessum rétti sem er algjörlega frábær...

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

  • Tvær foreldaðar kjúklingabringur
  • 250 g heilhveiti pasta skrúfur
  • 190 g (ein krukka) grænt pestó frá Filippo Berio
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 300 g aspas
  • 1 lítill brokkolí haus
  • 45 g furuhnetur
  • Parmesan ostur
  • Ferskt basil
  • Toscano PGI Filippo Berio extra virgin ólífu olía

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 200ºC. Skerið brokkolíið niður í bita og raðið á ofnplötu ásamt aspasnum, setjið ólífu olíu yfir ásamt salt og pipar. Bakið í 20 mín í ofninum eða þar til grænmetið er bakað í gegn.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  3. Skerið kjúlingabringurnar niður í bita, setjið út á pastað ásamt pestóinu, parmesanosti og sítrónusafa.
  4. Setjið bakaða grænmetið út á pastað og raðið á fallegt fat. Dreifið fururhnetum yfir, parmesan osti og fersku basil.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert