Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklingapastasalat

mbl.is/Linda Ben

Ef súmma á hinn full­komna miðviku­dags­kvöld­verð upp hljóm­ar hann ná­kvæm­lega eins og nafnið á þess­um rétti: Ein­fald­ur, fljót­leg­ur og hrika­lega góður!

Það er Linda Ben sem á heiður­inn að þess­um rétti sem er al­gjör­lega frá­bær...

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklingapastasalat

Vista Prenta

Ein­falt, fljót­legt og hrika­lega gott kjúk­linga pestó pasta­sal­at

  • Tvær for­eldaðar kjúk­linga­bring­ur
  • 250 g heil­hveiti pasta skrúf­ur
  • 190 g (ein krukka) grænt pestó frá Fil­ippo Ber­io
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • 300 g asp­as
  • 1 lít­ill brok­kolí haus
  • 45 g furu­hnet­ur
  • Par­mes­an ost­ur
  • Ferskt basil
  • Toscano PGI Fil­ippo Ber­io extra virg­in ólífu olía

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um, stillið á 200ºC. Skerið brok­kolíið niður í bita og raðið á ofn­plötu ásamt aspasn­um, setjið ólífu olíu yfir ásamt salt og pip­ar. Bakið í 20 mín í ofn­in­um eða þar til græn­metið er bakað í gegn.
  2. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum.
  3. Skerið kjúl­inga­bring­urn­ar niður í bita, setjið út á pastað ásamt pestó­inu, par­mesanosti og sítr­ónusafa.
  4. Setjið bakaða græn­metið út á pastað og raðið á fal­legt fat. Dreifið fur­ur­hnet­um yfir, par­mes­an osti og fersku basil.
mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert