Saumaklúbbsrétturinn sem tryllir mannskapinn

Þessi fylltu baguette brauð eru hreinasta lostæti!
Þessi fylltu baguette brauð eru hreinasta lostæti! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þú ert í ein­hverj­um vafa hvað þú ætl­ar að bjóða stelp­un­um upp á í næsta sauma­klúbb eða bera fram í næstu af­mæl­is­veislu – þá get­ur þú andað ró­lega því þessi súr­deigs­fylltu brauð eru hreint út sagt geggjuð!

Upp­skrift­in kem­ur frá Hildi Rut mat­ar­blogg­ara, sem ný­verið opnaði splúnku­nýja heimasíðu sem inni­held­ur girni­leg­ar upp­skrift­ir eins og henni einni er lagið. En hér er um ræðir tvenns kon­ar súr­deigs­bagu­ette brauð með fyll­ingu. „Ég bar þetta fram í 1 árs af­mæl­is­boði hjá dótt­ir minni og þetta sló í gegn“, seg­ir Hild­ur. 

Hild­ur Rut keypti brauðin í Brauð & co. En hún seg­ir þau vera frek­ar stór og dá­sam­lega góð – og í miklu upp­á­haldi hjá henni.

Saumaklúbbsrétturinn sem tryllir mannskapinn

Vista Prenta

Súr­deigs­brauð með fyll­ingu – 2 upp­skrift­ir

Súr­deigs­bagu­ette með bei­koni og chedd­ar osti

  • 2 bagu­ette frá Brauð & co
  • 340 g phila­delp­hia rjóma­ost­ur (family size, keypti í Costco)
  • 1 lúka söxuð fersk stein­selja
  • 1 pk bei­kon, bakað í ofni þar til það verður stökkt og skorið smátt
  • 250 g svepp­ir, smátt skorn­ir
  • Smjör
  • 1/​3-1/​2 chedd­ar ost­ur, rif­inn
  • Cayenne pip­ar
  • Smá salt

Súr­deigs­bagu­ette með brie og sultu

  • 1 bagu­ette frá Brauð & co
  • 1 brie
  • Chili sulta

Aðferð:

Súr­deigs­bagu­ette með bei­koni og chedd­ar osti

  1. Steikið svepp­ina up­p­úr smjöri og blandið sam­an við öll hrá­efn­in, nema takið frá smá
  2. af chedd­ar ost­in­um til að dreifa yfir brauðin áður en þau fara inn í ofn­inn.
  3. Skerið gat langs­um í miðjuna á bagu­ette-inu. Fyllið það með fyll­ing­unni og stráið rest­inni af chedd­ar ost­in­um yfir.
  4. Bakið í ofni þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað, ca. 8-10 mín við 190°C.

Súr­deigs­bagu­ette með brie og sultu

  1. Skerið rif­ur þvers­um í brauðið. Smyrjið rif­urn­ar með chili sultu og setjið sneiðar af brie ofan í.
  2. Bakað í 8-10 mín við 190°C eða þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
Annað brauðið er fyllt með brie og chilisultu og hitt …
Annað brauðið er fyllt með brie og chil­isultu og hitt með bei­koni og chedd­ar. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Hildur Rut var að opna nýja heimasíðu með öllum girnilegu …
Hild­ur Rut var að opna nýja heimasíðu með öll­um girni­legu upp­skrift­un­um sín­um - hild­urrut.is. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert