Starfsfólk Burger King leysir frá skjóðunni

Burger King í Svíþjóð hefur fengið skellinn frá starfmönnum sínum.
Burger King í Svíþjóð hefur fengið skellinn frá starfmönnum sínum. mbl.is/Insider.com

Burger King, næststærsta skyndibitakeðja heims hefur fengið skellinn í Svíþjóð! Hneykslismál af stórfelldum toga hefur komið upp á yfirborðið eftir að starfsmenn leystu frá skjóðunni þar í landi.

Fjórtán starfsmenn á Burger King töluðu nýverið við sænka blaðið Aftonbladet og komu einnig fram í sjónvarpsþættinum 200 sekúndur – þar sem upplýsingar komu fram sem engin af okkur vill heyra.

Starfsmennirnir töluðu um að hafa afgreitt hamborgara til viðskiptavina sem voru matreiddir úr gömlu kjöti og jafnvel með myglu. Einhver sagði frá því að þegar kjöt hafði legið í tiltekinn tíma undir hitalampa og tíminn var útrunninn, þá var bara kveikt aftur á tímanum og kjötið látið „soðna“ áfram undir hitanum og svo borið fram.

Þetta er ekki allt! Því matur var ítrekað tekinn upp úr gólfunum og afgreiddur til viðskiptavina. Svindlað var með dagsetningar á matvörum sem unnið var með og merkimiðar uppfærðir á útrunnum matvælum ef ske kynni að matvælaeftirlitið myndi kíkja í heimsókn.

Kallað hefur verið til krísufundar vegna málsins þar sem allir starfsmenn Burger King í Svíþjóð koma saman. En fyrirtækið hefur brugðist við stöðu mála með því að lofa innri rannsókn á öllum veitingastöðunum sínum þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka