Þetta vissir þú ekki um avókadó!

AFP

Viss­ir þú að hýðið af avoca­do og stein­arn­ir gefa frá sér bleik­an lit? Nú göng­um við skref­inu lengra og lit­um efni úr avoca­do-af­göng­um. Re­becca Desnos blogg­ari og bóka­höf­und­ur kenn­ir okk­ur hvernig eigi að lita efni og þá m.a. með avoca­do.

Reynið að skafa sem mest af avoca­do­inu inn­an úr hýðinu og skolið hýðið að inn­an. Skolið einnig sjálf­an stein­inn. Látið þorna áður en haldið er áfram, en gott er að leggja til þerr­is ná­lægt heit­um ofni eða út í glugga ef sól­in skín. Eft­ir að hafa þrifið og þurrkað má geyma hýðið og stein­inn í papp­ír­s­poka eða skó­kassa ef þú ferð ekki strax í að lita. Eins má setja hýðið og stein­ana í frysti og safna því upp þar.

Hægt er að lita efni án gramlitar en þá mun efnið að öll­um lík­ind­um verða aðeins ljós­ara á lit­inn. Avoca­do get­ur verið mis­mun­andi eft­ir hvaðan hann kem­ur en því dekkri sem hann er því betri lit mun hann gefa þér.

Prófaðu að setja 3-4 avoca­do-hýði og -steina í pott með vatni. Sum­ir stein­ar gefa mik­inn lit frá sér á meðan aðrir gefa minna. Stund­um er betra að hafa fleiri steina og hýði ef maður sæk­ist eft­ir dekkri lit. Sirka 8 hýði og steina í stór­an pott.

Svona litar þú efni með avoca­do:

  • Taktu fram pott sem þú not­ar ekki und­ir mat­ar­gerð, helst stálpott.
  • Leggðu hýðið og stein­ana í pott­inn með nóg af vatni. Þú get­ur rifið hýðið aðeins í sund­ur ef þú vilt.
  • Hitaðu vatnið upp að suðu (ekki láta sjóða). Best ef þú get­ur gert þetta úti í bíl­skúr eða á öðrum stað en í eld­hús­inu. Not­ast jafn­vel við gashell­ur.
  • Það er áhrifa­rík­ara að leyfa hit­an­um að koma hægt upp og strax eft­ir 15 mín­út­ur ætt­ir þú að sjá lit­inn koma fram. Því leng­ur sem þú hit­ar því dekkri verður lit­ur­inn. Mundu að nota lok á pott­inn og hræra í jafnóðum.
  • Þegar þú ert ánægð/​ur með lit­inn, helltu hon­um þá í gegn­um sigti yfir í annað ílát til að hýðið sigt­ist frá.
  • Leggið efnið sem á að lita í bleyti og setjið lok ofan á til að hit­inn hald­ist áfram í vatn­inu. Gott er að geyma úti í sól­inni ef hún ylj­ar manni þann dag­inn.
  • Best er að leyfa efn­inu að taka í sig lit­inn yfir nótt en þú get­ur prófað þig áfram og skoðað eft­ir hálf­tíma eða nokkra klukku­tíma. Þetta kost­ar smá þol­in­mæði.
  • Þú get­ur notað rest­ina af litaða vatn­inu aft­ur. Settu það bara í frysti og mundu að hita það aft­ur áður en þú litar á ný.
  • Takið litaða efnið og kreistið eins mikið af vatn­inu úr. Látið þorna á dimm­um stað. Eins er gott að dýfa efn­inu í salt­vatn áður en þú legg­ur það til þerr­is. Ef þú kemst í ekta sjó er það allra best.
  • Áður en þú skol­ar efnið í fyrsta sinn, leyfðu því að vera ósnert í að minnsta kosti viku. Þetta mun hjálpa litn­um að vinna sig bet­ur inn í efnið.
Það er einfalt og skemmtilegt að lita lén með avocado.
Það er ein­falt og skemmti­legt að lita lén með avoca­do. mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
Best er að skafa sem mest innan úr hýðinu og …
Best er að skafa sem mest inn­an úr hýðinu og leggja það svo í frysti eða í pappa­poka þar til þú byrj­ar að lita. mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
Þú getur tónað bleika litinn eins og þú vilt.
Þú get­ur tónað bleika lit­inn eins og þú vilt. mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
Það er í þessari bók sem við lærum allt um …
Það er í þess­ari bók sem við lær­um allt um hvernig lita megi lén eft­ir ýms­um aðferðum. mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
mbl.is/​Re­becca­desnosn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert