Pastaréttur sem þú munt aldrei gleyma

Alveg tjúllaður pastaréttur sem þú verður að prófa.
Alveg tjúllaður pastaréttur sem þú verður að prófa. mbl.is/Columbus Leth

Hér um ræðir einn af þess­um rétt­um sem þú smakk­ar og munt aldrei gleyma – svo góður er hann. Þegar pasta, ost­ur og brok­kolí mæt­ast, þá er ekk­ert annað en frá­bær­ir hlut­ir að fara ger­ast. Rétt­ur­inn er bor­inn fram með dress­ingu og eins er til­valið að bæta við góðu sal­ati eða brauði með.

Pasta­rétt­ur sem þú munt aldrei gleyma

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur sem þú munt aldrei gleyma

  • 300 g makkarón­ur
  • 200 g brok­kolí
  • 1 lauk­ur
  • 20 g smjör
  • 2 msk. hveiti
  • 5 dl mjólk
  • 125 g ferskt spínat
  • 120 g rif­inn mozzar­ella
  • Salt og pip­ar
  • 30 g rasp

Sósa:

  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. epla­e­dik
  • ½ tsk. dijon sinn­ep
  • ½ tsk. fljót­andi hun­ang
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað í stór­um potti sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Skerið brokk­kolí í litla bita og látið sjóða sam­an með past­anu síðustu 2 mín­út­urn­ar af suðutím­an­um. Hellið vatn­inu af.
  3. Saxið lauk­inn smátt og steikið upp úr smjöri í potti. Bætið hveiti sam­an við og steikið áfram í 2-3 mín­út­ur á meðan þú hrær­ir í, þar til hveitið byrj­ar að taka lit. Bætið mjólk­inni sam­an við smátt og smátt og hrærið stans­laust í á meðan. Leyfið sós­unni aðeins að malla þar til hún þykkn­ar.
  4. Setjið spínatið og helm­ing­inn af ost­in­um út í sós­una þar til ost­ur­inn bráðnar. Smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Hitið ofn­inn á 200°C. Veltið past­anu og brok­kolí sam­an við sós­una og hellið í eld­fast mót. Blandið raspi og rest­inni af ost­i­um sam­an og dreyfið yfir rétt­inn.
  6. Bakið í ofni í 20-25 mín­út­ur, þar til gyllt­ur á lit og sós­an byrj­ar að malla.
  7. Pískið öll hrá­efn­in sam­an í sós­una og berið fram með pasta­rétt­in­um ásamt fersku sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert