Dúnamjúkar og einstaklega bragðgóðar bananabollur sem krakkarnir (og fullorðnir) munu elska. Hér er súkkulaði saxað út í deigið en það má einnig bæta við muldum hnetum ef þess óskast.
Yndisaukandi bananabollur með súkkulaði
- 25 g ger
- 2,5 dl volgt vatn
- 1 dl hreint jógúrt
- 2 msk. hunang
- 2 msk. bráðið smjör
- 1 tsk. salt
- 2 egg
- 3 þroskaðir bananar
- 9 dl hveiti
- 3 dl haframjöl
- 100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Leysið gerið upp í vatninu.
- Setjið hunang, salt, bráðið smjör, jógúrt og eitt egg í skálina og hrærið vel saman við gerið.
- Bætið haframjóli og hveiti saman við og hrærið. Deigið á að vera þykkt og klístrað.
- Maukið bananana og saxið súkkulaðið gróflega og komið því varlega út í deigið.
- Látið deigið hefast við stofuhita í 1 tíma eða yfir nótt inn í ísskáp.
- Skiptið deiginu upp í 12 hluta með skeið og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið hefast í 30 mínútur.
- Penslið bollurnar með eggi.
- Bakið í ofni við 220°C í 20 mínútur eða þar til gylltar.