Pastaréttur með pestó af allra bestu gerð

Alveg dásamlega gott pastasalat með hreint út sagt geggjuðu pestó.
Alveg dásamlega gott pastasalat með hreint út sagt geggjuðu pestó. mbl.is/Thefullhelping.com

Pasta með pestó er alls ekki það sama og pasta með tahini-pestói. Þetta er það allra besta á bragðið og ekki skemmir fyrir hversu fallegt salatið er. Það er staðreynd að við borðum líka með augunum og gerum það svo sannarlega í þessu tilviki.

Pestó-pasta af allra bestu gerð

Tahini-pestó:

  • 6 msk. tahini
  • 1-2 hvítlauksrif, marin
  • 1,5 bolli basilika
  • ½ bolli steinselja
  • Svartur pipar
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 1 msk. nutritional yeast (ger)
  • ¼ bolli vatn

Pasta:

  • Pasta að eigin vali
  • Cherry tómatar, skornir til helminga
  • 2 bollar zucchini, skorið niður
  • 1 bolli grænar baunir

Aðferð:

Tahini-pestó:

  1. Blandið saman í matvinnsluvél tahini, hvítlauk, basiliku, steinselju, salti og pipar ásamt sítrónusafa og nutritional yeast. Blandið vel saman og bætið vatninu út í. Þú vilt að sósan sé í þykkari kantinum. Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.

Pastasalat:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. 3 mínútum áður en suðutíma líkur skaltu setja zucchini og baunirnar út í pottinn.
  2. Hellið vatninu af og setjið pastað í stóra skál. Bætið cherry tómötunum saman við og hellið dressingunni yfir allt og veltið saman.
  3. Berið fram og verði ykkur að góðu.
mbl.is/Thefullhelping.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka