Öðruvísi pítsa sem allir ættu að elska

Pizzakvöldinu er reddað með þessum gæða pizzum og dressingu.
Pizzakvöldinu er reddað með þessum gæða pizzum og dressingu. mbl.is/Sæson_Line Falck

Er pizza­kvöld í vænd­um? Próf­um eitt­hvað nýtt og minnk­um brauðát með því að út­færa pizzurn­ar okk­ar á gróf­ar tortilla­kök­ur og hell­um geggjaðri dress­ingu yfir – og nóg af henni. Hér má skipta út hvít­kál­inu með græn­káli sem er alls ekki síðra.

Öðruvísi pítsa sem allir ættu að elska

Vista Prenta

Pizza með kjöti, káli og geggjaðri dress­ingu

  • 4-6 heil­hveiti tortill­ur
  • 1 rauðlauk­ur
  • 200 g cherry tóm­at­ar
  • 1 rauð papríka
  • 200 g rif­inn ost­ur
  • 200 g nauta­hakk
  • Chorizo eða pepp­eróní
  • Jalapeno eft­ir smekk
  • Hvít­kál

Dress­ing:

  • ½ dl hrein jóg­úrt
  • ½ dl skyr eða sýrður rjómi
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • Púrr­lauk­ur
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C.
  2. Leggið tortill­urn­ar á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plöt­ur.
  3. Skerið lauk­inn í þunn­ar skíf­ur. Skerið tóm­at­ana í báta og paprík­una í strimla. Skerið chorizo í skíf­ur.
  4. Steikið hakkið.
  5. Dreifið osti yfir tortilla­kök­urn­ar og toppið með tómöt­um, papríku, nauta­hakki og chorizo.
  6. Saxið jalapeno og dreifið yfir. Kryddið með salti og pip­ar og bakið í ofni í 8 mín­út­ur.
  7. Skerið kálið fínt og stráið yfir ný­bökuðu pizzurn­ar ásamt dress­ing­unni.

Dress­ing:

  1. Hrærið jóg­úrt­ina sam­an við skyrið eða sýrðan rjóma. Merjið hvít­lauk­inn út í og klippið púrr­lauk út í. Smakkið til með salti og pip­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert