Hollustubollar til að starta deginum eru hér á boðstólnum. Stútfullir af góðum fræjum og berjum sem maginn mun elska. Hér er tilvalið að bera fram hafrabolla með eplaskífum, bönunum eða hnetusmjöri.
Morgunbolli með höfrum og berjum
Morgunbolli með höfrum og berjum
- 2,5 bolli haframjöl
- ¼ tsk. salt
- 1 tsk. kanill
- 1 msk. ground flax (mulin hörfræ)
- 1 msk. chia fræ
- 2 msk. hampfræ
- 1 stórt epli, skorið í bita
- 1 bolli fersk eða frosin bláber
- 1,5 bolli soyamjólk
- 1 bolli eplasósa
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175°C. Spreyið með bökunarspreyi eða penslið innan í bollakökuform með olíu (með 6 stórum hólfum). Má einnig notast við bollakökuform með 12 hólfum.
- Blandið saman haframjöli, salti, kanil, hörfræjum, eplum og bláberjum.
- Pískið saman mjólk og eplasósu og setjið út í þurrblönduna. Hellið blöndunni í formin og þá alveg upp að kantinum þar sem kökurnar munu ekki lyfta sér.
- Bakið í 35 mínútur eða þar til bakað í gegn.
- Látið kólna áður en borið er fram.
mbl.is/Thefullhelping.com
mbl.is/Thefullhelping.com