Hér getur að líta snúða sem slá allar aðrar uppskriftir út af borðinu. Þessi er með dásemdar epla-marsípanfyllingu og glassúr á toppnum – hvað er hægt að biðja um meira?
Snúðauppskrift sem slær allar aðrar út
- 75 g smjör
- 3 dl mjólk
- 25 g ger
- 200 g rifið epli
- 3 msk. sykur
- 1 tsk. salt
- 2 egg
- 650 g hveiti
- 2 epli
- 125 g marsípan
- 200 g smjör
- 100 g púðursykur
- 1 msk. kanill
- 1 egg til penslunar
- 150 g flórsykur
Aðferð:
- Bræðið smjörið (75 g) við vægan hita og hellið næst yfir gerið og látið leysast upp.
- Setjið 200 g rifið epli út í skálina ásamt sykri, salti og eggi. Bætið hveiti út í smátt og smátt. Hnoðið þar til slétt og fínt og látið hefast í 1 tíma.
- Rífið niður 2 epli og marsípan með grófu hliðinni á rifjárninu og hrærið saman við 200 g af mjúku smjöri, púðursykur og kanil.
- Fletjið deigið út á hveitilagt borð í stærðina 40x30 cm og smyrjið epla-marsípankreminu ofan á.
- Rúllið deiginu varlega upp eins og rúllutertu og skerið í skífur. Leggið snúðana á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Látið hefast við stofuhita í 30 mínútur.
- Penslið með pískuðu eggi og bakið við 200°C í 25 mínútur.
- Hrærið flórsykur saman við sjóðandi heitt vatn í glassúr og skreytið snúðana.