Það er akkúrat svona sem við viljum byrja morgnana okkar – með eggjahræru og ofnbökuðum tómötum. Hér er veislumáltíð af bestu gerð sem mun leiða þig vel inn í daginn.
Eggjahræra sem bragð er af
- 500 g tómatar
- 2 tsk. ferskt timían, saxað
- 2 msk. ólífuolía
- Flögusalt
- 5 egg
- 2 msk. mjólk
- Handfyllli ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja, púrrulaukur, basilika
- 1 msk. smjör
- Salt og pipar
- Handfylli spínat
- 4 rúgbrauðssneiðar
Aðferð:
- Skerið tómatana í báta og veltið upp úr ólífuolíu og timían. Dreifið tómötunum á bökunarpappír á bökunarplötu og dreifið salti yfir. Bakið í ofni við 100° í 3-4 tíma.
- Hrærið egg með mjólk og söxuðum kryddjurtum. Hitið smjörið á pönnu og setjið eggjamassann á pönnuna – hrærið varlega í. Kryddið með salti og pipar.
- Berið fram eggjahræru með spínati, bökuðum tómötum og rúgbrauði.