Humarsúpan sem þykir stórkostleg

Ljósmynd/Linda Ben

Humarsúp­ur eru eitt það allra besta og vandaðasta sem hægt er að bjóða upp á. Hún er bæði full­kom­inn for­rétt­ur í vönduðu mat­ar­boði auk þess sem hún er dá­sam­leg­ur aðal­rétt­ur í aðeins meira hvers­dags­legu mat­ar­boði.

Alla vega er gald­ur­inn að vera með réttu upp­skrift­ina og hér er ein al­gjör­lega stór­kost­leg frá Lindu Ben.

Humarsúpan sem þykir stórkostleg

Vista Prenta
Ljúf­fenga humarsúp­an sem er ein­fald­ari en þig grun­ar
  • 1 stk. blaðlauk­ur, miðju­hlut­inn
  • 3 stk. gul­ræt­ur
  • 1 stk. sell­e­rístilk­ur
  • 2 stk. rauðar paprik­ur
  • 1-2 stk. hvít­lauks­geiri (einn stór, ann­ars tveir)
  • 1 ½ msk. tóm­at­mauk
  • 1 ½ tsk. madras karrý
  • 3 msk. fljót­andi humar­kraft­ur frá Oscar
  • 1 ½ msk. fiskikraft­ur frá Oscar
  • 1 lítri vatn
  • 400 ml dós kó­kos­mjólk
  • 2 dl hvít­vín
  • 250 ml rjómi
  • u.þ.b. 800 g skelflett­ur hum­ar
  • Salt og pip­ar
  • 250 ml þeytt­ur rjómi
  • Fersk stein­selja
Aðferð:
  1. Skerið allt græn­metið niður fyr­ir utan hvít­lauk­inn, setjið olíu í stór­an pott og steikið græn­metið á meðal­hita þar til það er farið að mýkj­ast. Skerið þá niður hvít­lauk­inn og bætið hon­um út á ásamt karrý og tóm­at­mauki. Bætið vatn­inu, kó­kos­mjólk­inni og hvít­vín­inu í pott­inn og maukið græn­metið sam­an við með töfra­sprota. Látið sjóða.

  2. Þegar súp­an hef­ur soðið sam­an ró­lega í u.þ.b. 5 mín. bætið þá kraft­in­um sam­an við og haldið áfram að sjóða í nokkr­ar mín.

  3. Bætið því næst út í rjóm­an­um og hitið að suðu. Setjið humar­inn út í súp­una, passið að láta súp­una ekki sjóða eft­ir að humar­inn hef­ur verið sett­ur út í. Smakkið til með salti og pip­ar.

  4. Berið fram með þeytt­um rjóma og ferskri stein­selju.

Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert