Fyllt avocado með eggjum og parmesan

Hreint út sagt stórkostlegur morgunmatur að okkar mati.
Hreint út sagt stórkostlegur morgunmatur að okkar mati. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þegar mag­inn kall­ar á dek­ur í morg­un­mat, þá svar­ar þessi upp­skrift kall­inu. Ein­falt og gott avoca­do fyllt með eggj­um, bakað í ofni og borið fram með par­mes­an osti, sítr­ónusafa, stein­selju og ra­dísu­spír­um. Hild­ur Rut á heiður­inn að þess­ari upp­skrift og er með svipaða upp­skrift í Avoca­do bók­inni sinni, nema þar not­ar hún rif­inn mozzar­ella í stað par­mes­an osts.

Fyllt avocado með eggjum og parmesan

Vista Prenta

Fyllt avoca­do með eggj­um og par­mes­an osti

Prenta
  • 3 þroskuð avo­ka­do
  • 6 lít­il egg
  • Salt og pip­ar
  • Safi úr sítr­ónu
  • Rif­inn par­mes­an ost­ur
  • Fersk stein­selja, söxuð
  • Ra­dísu­spír­ur

Aðferð:

  1. Skerið avoca­do í tvennt og skafið úr því til þess að gefa egg­inu pláss.
  2. Brjótið eggið í skál og hellið ofan í avoca­doið. Ef avoca­doið er lítið og egg­in stór þá pass­ar ekki öll eggja­hvít­an ofan í avoca­doið. Þá er gott að geyma rest­ina og nota í eitt­hvað annað.
  3. Saltið og piprið fyllta avoca­doið og bakið í u.þ.b. 10-15 mín­út­ur við 190°C eða þar til eggið er til­búið.
  4. Kreistið safa úr sítr­ónu yfir nýbaka avoca­doið.
  5. Stráið par­mes­an osti, stein­selju og ra­dísu­spír­um yfir og berið fram.
Avocado fyllt með eggjum og bökuð inn inn í ofni …
Avoca­do fyllt með eggj­um og bökuð inn inn í ofni - það ger­ist ekki betra. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka