Haustsyndin er kaka sem bráðnar í munni

Yndisleg kaka sem gælir við bragðlaukana.
Yndisleg kaka sem gælir við bragðlaukana. mbl.is/Getty Images

Við eyðum mun meiri tíma inn­an­dyra á haust­in og þá er til­valið að dekra við fjöl­skyld­una með gúrme köku sem þess­ari. En það er eitt­hvað svo óskilj­an­legt hvernig ein­fald­ur bakst­ur get­ur smakk­ast svona vel.

Haustsyndin er kaka sem bráðnar í munni

Vista Prenta

Haust­synd­in er kaka sem bráðnar í munni

Deig:

  • 125 g hveiti
  • 100 g smjör
  • 20 g syk­ur
  • 1 msk. flór­syk­ur
  • 1 egg
  • Salt á hnífsoddi

Marsíp­an­massi:

  • 130 g marsíp­an
  • 100 g syk­ur
  • 100 g mjúkt smjör
  • 30 g hveiti
  • Vanillu­syk­ur á hnífsoddi
  • 30 g saxaðar möndl­ur
  • 2 egg 

Fyll­ing:

  • 4 meðal­stór­ar per­ur

Aðferð:

  1. Blandið hveiti, sykri, flór­sykri og salti sam­an í skál.
  2. Skerið smjörið í ten­inga og smuldrið það í skál­ina.
  3. Bætið eggi sam­an við og blandið sam­an.
  4. Setjið í kæli í 30 mín­út­ur.

Marsíp­an­massi:

  1. Rífið marsíp­anið gróf­lega niður og blandið því sam­an við syk­ur, smjör og vanillu­syk­ur í skál.
  2. Setjið egg­in í skál­ina og þeytið allt mjög vel sam­an. Bætið því næst hveiti og möndl­um út í
  3. Takið deigið úr kæli og rúllið deig­inu út með köku­kefli og setjið í smurt tertu­form – munið bara að deigið á að ná upp fyr­ir kant­ana.
  4. Dreifið marsíp­an­mass­an­um yfir deigið,(fyr­ir sæl­kera þá má al­veg saxa niður súkkkulaði og dreifa yfir deigið áður en marsíp­an­mass­inn er sett­ur yfir deigið.
  5. Skerið per­urn­ar í skíf­ur og dreifið þeim yfir tert­una í munst­ur ef vill.
  6. Bakið í ofni við 200°C í 30-40 mín­út­ur.
  7. Berið fram með sýrðum rjóma, þeytt­um rjóma eða ís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert