Flauelsmjúk ostakaka í jólabúning

Guðdómlega góð ostakaka sem bráðnar í munni.
Guðdómlega góð ostakaka sem bráðnar í munni. mbl.is/Winnie Methmann

Þessi lít­ur út eins og millj­ón en er í raun mjög ein­föld í fram­kvæmd. Val­hnetu­botn­inn er stökk­ur á móti flau­els­mjúku ostakrem­inu og topp­ur­inn yfir i-ið eru hind­ber­in sem gefa unaðslegt bragð og setja kök­una í jóla­bún­ing. 

Flauelsmjúk ostakaka í jólabúning

Vista Prenta

Flau­els­mjúk ostakaka í jóla­bún­ing

Kex­botn:

  • 100 g val­hnetukjarn­ar
  • 200 g Digesti­ve kex
  • 1 msk. ahorn sýróp
  • 125 g smjör
  • Smellu­orm, ca. 22 cm
  • Tertuplast

Rjóma­ostakrem:

  • 4 mat­ar­líms­blöð
  • 250 g rjóma­ost­ur
  • 250 g mascarpo­ne ost­ur
  • 1 dl ahorn sýróp
  • 3 dl rjómi
  • 375 g hind­ber

Skraut:

  • 1 msk frostþurrkuð hind­ber

Aðferð:

Kex­botn:

  1. Hitið ofn­inn á 150°C.
  2. Dreifið val­hnet­un­um á bök­un­ar­plötu og bakið í 7 mín­út­ur, þar til gyllt á lit.
  3. Setjið bök­un­ar­papp­ír í botn­inn á smellu­form­inu og klæðið hliðarn­ar með kökuplasti.
  4. Setjið val­hnet­urn­ar, kexið og sýrópið í mat­vinnslu­vél og blandið vel sam­an.
  5. Bræðið smjör og hrærið því sam­an við kexið og hnet­urn­ar.
  6. Dreifið mass­an­um jafnt í smellu­ormið og pressið vel niður þannig að hann þekji vel botn­inn.

Rjóma­ostakrem:

  1. Setjið mat­ar­límið í kalt vatn í 5 mín­út­ur. Látið vatnið leka af og bræðið því næst mat­ar­líms­blöðin var­lega í skál yfir vatnsbaði.
  2. Hrærið rjóma­ost, mascarpo­ne og sýrópi sam­an í krem. Setjið 1-2 góðar msk af kremi út í mat­ar­límið og hrærið því næst rest­inni af ostakrem­inu út í mat­ar­límið.
  3. Pískið rjómann og veltið hon­um var­lega sam­an við kremið.
  4. Setjið eitt lag af kremi yfir kex­botn­inn og leggið hind­ber ofan á. Setjið rest­ina af krem­inu því næst ofan á hind­ber­in.
  5. Setjið kök­una í kæli í það minnsta 4 klukku­stund­ir þar til kremið hef­ur náð að „taka sig“.
  6. Skreytið með frostþurrkuðum hind­berj­um og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert