Stórkostlegar staðreyndir um kartöflur

Kartöflur eru ekki bara matur - það er alveg staðfest.
Kartöflur eru ekki bara matur - það er alveg staðfest. mbl.is/hadeco.co.za

Kart­öfl­ur eru ekki bara ódýr mat­ur sem oft­ast er til í skáp­un­um heima. Þær eru líka frá­bær­ar í ýmis önn­ur verk – og koma að góðum not­um á mun fleiri stöðum en þig grun­ar.

Fjar­lægja ryð
Hníf­ar eiga til að ryðgja og það ger­ist yf­ir­leitt ef raki hef­ur legið á þeim. En kart­öfl­ur inni­halda oxal­sýru og eru því til­vald­ar til að hreinsa ryðið af hníf­un­um. Skerið kart­öfl­ur til helm­inga og nuddið þeim á hníf­inn – þannig mun kart­öflusaf­inn vinna sig á móti ryðinu á undra­verðan máta.

Hreinsa gler
Þú hef­ur ef­laust prófað þig áfram með blaut­um dag­blöðum, allskyns klút­um og sul­fo þegar kem­ur að gluggaþrif­um – þegar þú þarf ekk­ert annað en kart­öflu í hönd. Prófaðu að skera kart­öflu til helm­inga og þvo glugg­ann upp úr saf­an­um. Þurrkaðu síðan yfir með þurr­um klút og út­kom­an verður glæsi­leg.

Skor­dýra­bit
Þetta trix þurf­um við að muna í næstu sól­ar­landa­ferð. En hér setj­um við kart­öflu­skífu á sárið og fest­um niður. Hér vinn­ur kart­afl­an á bit­inu og minnk­ar alla til­finn­ingu um að þú vilj­ir klóra í sárið.

Pússa skó
Svo lengi sem þú átt kart­öflu á heim­il­inu ertu í góðum mál­um þegar kem­ur að því að pússa spari­skóna. Nuddaðu leðrið með saf­an­um úr hálfri kart­öflu og láttu standa í 7 mín­út­ur, þurrkaðu þá yfir með mjúk­um klút til að fá gljá­an aft­ur – al­veg eins og ef þú mynd­ir nota skó­krem.

Brotið gler
Ef þú miss­ir gler á gólfið sem brotn­ar eru kart­öfl­ur stór­sniðugar til að safna litlu brot­un­um sam­an án þess að skera fing­urn­ar. Sama gild­ir ef þú brýt­ur ljósa­peru sem sit­ur enn eft­ir í skrúfgang­in­um, taktu þá hálfa kart­öflu og þrýstu henni að brotna end­an­um og snúðu per­una úr. Þannig virk­ar kart­afl­an sem hand­fang á per­una.

Svona notum við kartöflu til að losa um brotna ljósaperu.
Svona not­um við kart­öflu til að losa um brotna ljósa­peru. mbl.is/​gi­vemes­helter­design.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert