Þess vegna skaltu aldrei sleppa morgunmatnum

Morgunmatur að okkar skapi.
Morgunmatur að okkar skapi. mbl.is/Katie Workman

Ef þú átt það til að sleppa fyrstu máltíð dags­ins á morgn­ana skaltu fylgj­ast aðeins bet­ur með hér. Stund­um höf­um við hrein­lega ekki tíma til að setj­ast niður eða þá er mat­ar­lyst­in ekki til staðar svona snemma. Hvort sem er virðist morg­un­mat­ur vera mik­il­væg­ur fyr­ir heils­una og hvernig okk­ur líður yfir dag­inn.

Auk­in hætta á syk­ur­sýki
Sveiflu­kennd­ur blóðsyk­ur og þróun insúlí­nviðnáms hef­ur ít­rekað verið tengt við skort á morg­un­verði. Sam­kvæmt rann­sókn­um American Journal of Cl­inical Nut­riti­on eru kon­ur sem sleppa morg­un­verði í meiri hættu á að fá syk­ur­sýki 2 en þær sem borða morg­un­mat dag­lega.

Slæmt minni
Ef þú vilt standa þig vel í skóla eða vinnu er góð hug­mynd að byrja dag­inn á holl­um og góðum morg­un­verði. Sam­kvæmt 47 morg­un­mat­stengd­um rann­sókn­um frá The American Dietetic Associati­on er niðurstaðan sú að borðir þú morg­un­mat bæt­ir þú vit­ræna virkni og þú fest­ir bet­ur í minni.

Auk­in hætta á hjarta­sjúk­dóm­um
Rann­sókn­ir hafa verið gerðar út um all­an heim hvað morg­un­mat og heilsu varðar – ein af þeim hef­ur sýnt fram á teng­ingu við hækk­andi blóðþrýst­ing hjá fólki sem slepp­ir morg­un­matn­um. Eins al­menn auk­in hætta á að fá hjarta­sjúk­dóm á meðal karla á aldr­in­um 45-82 ára.

Þú átt erfiðara með að létt­ast
Ekki það sem flest okk­ar vilja heyra, en staðreynd­in ligg­ur fyr­ir svart á hvítu. Þú get­ur sagt sjálf­um þér að með því að sleppa morg­un­matn­um muntu spara nokkr­ar hita­ein­ing­ar og létt­ast – en þar hef­urðu rangt fyr­ir þér. Rann­sókn í tíma­rit­inu Obesity hef­ur sýnt fram á að þú létt­ist með því að borða meira af morg­un­mat en af kvöld­mat. Rann­sókn­in var gerð á tveim­ur mis­mun­andi hóp­um þar sem ann­ar hóp­ur­inn borðaði stóra máltíð að morgni og hinn að kvöldi til. Þeir sem borðuðu meira á kvöld­in misstu að meðaltali 3,5 kíló en þeir sem borðuðu mest á morgn­ana misstu að meðaltali 8 kíló. Svo þetta er eitt­hvað sem vert er að skoða nán­ar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Sleppir þú því að borða morgunmat?
Slepp­ir þú því að borða morg­un­mat? mbl.is/​li­ving805.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert