Brjálæðislega góður bakaður lax með stökkri skorpu

Bakaður lax með stökkri skorpu er í matinn í kvöld.
Bakaður lax með stökkri skorpu er í matinn í kvöld. mbl.is/Skovdalnordic.com

Ef all­ir dag­ar gætu endað á kvöld­mat sem þess­um – þá væri ekki yfir neinu að kvarta með matarplanið. Hér bjóðum við upp á lax með stökkri skorpu og ofn­bakað græn­meti sem velt er upp úr heima­gerðu pestói.

Brjálæðislega góður bakaður lax með stökkri skorpu

Vista Prenta

Bakaður lax með stökkri skorpu

  • 1 dl grasker­skjarn­ar
  • 6 laxa­stykki
  • 1-2 tsk. salt

Bakað græn­meti:

  • 1,2 kg gul­ræt­ur
  • 180 g parma­skinka
  • 1,2 kg litl­ar kart­öfl­ur
  • 300 g ra­dís­ur
  • 1 dl saltaðar möndl­ur

Grænt pestó:

  • 50 g par­mes­an
  • Hand­fylli fersk basilika
  • 2 dl ólífu­olía
  • 2 msk. furu­hnet­ur
  • 1 stórt hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Saxið grasker­skjarna smátt.
  2. Skerið lax­inn í minni bita -  saltið, piprið og stráið grasker­skjarn­an­um yfir.
  3. Setjið lax­inn í eld­fast mót og bakið í ofni við 200°C í 15 mín­út­ur.

Grænt pestó:

  1. Rífið par­mesanost­inn niður og saxið basilik­una gróf­lega.
  2. Blandið ólífu­olíu og furu­hnet­un­um sam­an og setjið í bland­ara ásamt par­mes­an, basiliku og hvít­lauk.

Bakað græn­meti:

  1. Skrælið gul­ræt­urn­ar og snúið smá­veig­is af parma­skinku yfir hverja og eina.
  2. Nuddið aðeins kart­öfl­urn­ar (þrýstið létt á þær) og setjið í eld­fast mót. Bakið í ofni við 200°C í 45 mín­út­ur. Leyfið gul­rót­un­um að fljóta með síðustu 20 mín­út­urn­ar.
  3. Skerið ra­dís­urn­ar í þunn­ar skíf­ur og leggið í vatn.
  4. Veltið bökuðu kart­öfl­un­um upp úr pestó­inu, söltuðum möndl­um og setjið ra­dís­urn­ar á topp­inn.
  5. Berið fram gul­ræt­ur og kart­öfl­ur með lax­in­um.
Meðlætið eru bakaðar kartöflur velt upp úr heimagerðu pestói og …
Meðlætið eru bakaðar kart­öfl­ur velt upp úr heima­gerðu pestói og bakaðar gul­ræt­ur með parma­skinku. mbl.is/​Skovdal­n­ordic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert