Kakókúlur með kókos og chiafræjum

Geggjaðar kakókúlur sem seðja hungrið á milli mála.
Geggjaðar kakókúlur sem seðja hungrið á milli mála. mbl.is/iForm

Holl­ar kakó­kúl­ur er akkúrat það sem við þurf­um þegar mag­inn byrj­ar að kalla á milli­mál. Þess­ar eru með kó­kos og chia­fræj­um og al­veg ein­stak­lega bragðgóðar og ein­fald­ar í fram­kvæmd.

Kakókúlur með kókos og chiafræjum

Vista Prenta

Kakó­kúl­ur með kó­kos og chia­fræj­um (22 stk)

  • 1 dl chia­fræ
  • 1 dl vatn
  • 2/​3 dl hnetu­smjör
  • 2 msk. kakó
  • 1 dl haframjöl
  • 1 tsk. kó­kosol­ía
  • ½ dl kó­kos­mjöl
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 1 tsk. stevia
  • 1 tsk. lakk­rísrót­ar­duft
  • Ef til vill smá vatn eða mjólk

Aðferð:

  1. Setjið chia­fræ­in í 1 dl af vatni í 10 mín­út­ur.
  2. Hrærið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an og bætið chia­fræj­un­um sam­an við und­ir lok­in.
  3. Blandið öllu sam­an með hönd­un­um og setjið jafn­vel smá vatn eða mjólk út í ef þú átt í erfiðleik­um með að láta deigið hanga sam­an.
  4. Rúllið upp í litl­ar kúl­ur.
  5. Geymið í kæli og njótið þegar hungrið seðjar að.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert