Kakókúlur með kókos og chiafræjum

Geggjaðar kakókúlur sem seðja hungrið á milli mála.
Geggjaðar kakókúlur sem seðja hungrið á milli mála. mbl.is/iForm

Hollar kakókúlur er akkúrat það sem við þurfum þegar maginn byrjar að kalla á millimál. Þessar eru með kókos og chiafræjum og alveg einstaklega bragðgóðar og einfaldar í framkvæmd.

Kakókúlur með kókos og chiafræjum (22 stk)

  • 1 dl chiafræ
  • 1 dl vatn
  • 2/3 dl hnetusmjör
  • 2 msk. kakó
  • 1 dl haframjöl
  • 1 tsk. kókosolía
  • ½ dl kókosmjöl
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. stevia
  • 1 tsk. lakkrísrótarduft
  • Ef til vill smá vatn eða mjólk

Aðferð:

  1. Setjið chiafræin í 1 dl af vatni í 10 mínútur.
  2. Hrærið restinni af hráefnunum saman og bætið chiafræjunum saman við undir lokin.
  3. Blandið öllu saman með höndunum og setjið jafnvel smá vatn eða mjólk út í ef þú átt í erfiðleikum með að láta deigið hanga saman.
  4. Rúllið upp í litlar kúlur.
  5. Geymið í kæli og njótið þegar hungrið seðjar að.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka