Hjúkkur ögra fólki með graskerum

Hér ber að líta grasker sem hjúkrunakonur skáru út í …
Hér ber að líta grasker sem hjúkrunakonur skáru út í kringum hrekkjavökuna til að sýna útvíkkun kvenna í fæðingu. mbl.is/Pregnant Facebook_Chicken

Þetta er með undarlegri fyrirsögnum sem ritaðar hafa verið á Matarvefnum en hún er sönn og fréttin er eiginlega frekar fyndin. 

Fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða gráta er það sá hrekkjavökuskreytinguna á Royal Oldham spítalanum í Lancashire. Hjúkrunarfræðingar settu fram á mjög „hrikalegan“ máta hvernig útvíkkun í fæðingu á sér stað. Mynd af tíu graskerum hefur farið eins og eldur um netheimana þar sem útskorinn munnur á hverju og einu graskeri sýnir allt frá 1 cm útvíkkun upp í 10 cm – en það er akkúrat á því stigi sem þú ert beðin um að ýta barninu út.

Fyrsta graskerið er krúttlegt að sjá með lítið op og stór augu. En eftir því sem líður á, verður opið stærra og augun skakkari. Og þú kemur auðveldlega hendinni þinni í gegnum gatið.

Konur úr öllum áttum hafa lagt athugasemdir við myndina þar sem ein segist aldrei ætla eignast börn á meðan önnur segist skilja núna sársaukann sem það er að koma barni í heiminn. Einhver hrósaði þetta framtak við að sýna ferlið á sjónrænan máta. En þetta er ekki fyrsta sinn sem slíkt hefur ratað í fréttirnar því Kiddcare hefur áður birt mynd sem sýnir í útvíkkun í samhengi við hluti sem við neytum.

Áður hafa læknar sett fram útvíkkun og borið því saman …
Áður hafa læknar sett fram útvíkkun og borið því saman við mat af ýmsum toga. mbl.is/Facebook_@Kiddcare
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka