Hjúkkur ögra fólki með graskerum

Hér ber að líta grasker sem hjúkrunakonur skáru út í …
Hér ber að líta grasker sem hjúkrunakonur skáru út í kringum hrekkjavökuna til að sýna útvíkkun kvenna í fæðingu. mbl.is/Pregnant Facebook_Chicken

Þetta er með und­ar­legri fyr­ir­sögn­um sem ritaðar hafa verið á Mat­ar­vefn­um en hún er sönn og frétt­in er eig­in­lega frek­ar fynd­in. 

Fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða gráta er það sá hrekkja­vöku­skreyt­ing­una á Royal Old­ham spít­al­an­um í Lancashire. Hjúkr­un­ar­fræðing­ar settu fram á mjög „hrika­leg­an“ máta hvernig út­víkk­un í fæðingu á sér stað. Mynd af tíu grasker­um hef­ur farið eins og eld­ur um net­heim­ana þar sem út­skor­inn munn­ur á hverju og einu graskeri sýn­ir allt frá 1 cm út­víkk­un upp í 10 cm – en það er akkúrat á því stigi sem þú ert beðin um að ýta barn­inu út.

Fyrsta graskerið er krútt­legt að sjá með lítið op og stór augu. En eft­ir því sem líður á, verður opið stærra og aug­un skakk­ari. Og þú kem­ur auðveld­lega hend­inni þinni í gegn­um gatið.

Kon­ur úr öll­um átt­um hafa lagt at­huga­semd­ir við mynd­ina þar sem ein seg­ist aldrei ætla eign­ast börn á meðan önn­ur seg­ist skilja núna sárs­auk­ann sem það er að koma barni í heim­inn. Ein­hver hrósaði þetta fram­tak við að sýna ferlið á sjón­ræn­an máta. En þetta er ekki fyrsta sinn sem slíkt hef­ur ratað í frétt­irn­ar því Kiddcare hef­ur áður birt mynd sem sýn­ir í út­víkk­un í sam­hengi við hluti sem við neyt­um.

Áður hafa læknar sett fram útvíkkun og borið því saman …
Áður hafa lækn­ar sett fram út­víkk­un og borið því sam­an við mat af ýms­um toga. mbl.is/​Face­book_@Kiddcare
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert