Besta leiðin til að þrífa granítvask

Fallegur granítvaskur á það til að safna í sig kalkblettum …
Fallegur granítvaskur á það til að safna í sig kalkblettum og hvað er þá til ráða? mbl.is/iStock

Það er fátt fal­legra en nýr granít­vask­ur og þá jafn­vel svart­ur á lit eins og þykir svo móðins í dag. En hvernig er best að þrífa slíka vaska þegar kalkið tek­ur fót­festu?

Kalk­blett­ir eru ekki það fal­leg­asta í vask­in­um og al­veg sama hvað við reyn­um, þá er alltaf þessi slikja sem ligg­ur yfir botn­in­um. Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar til­lög­ur um hvernig við los­um okk­ur við þenn­an vanda.

  • Kalk­los­andi efni sem seld eru í versl­un­um fyr­ir baðher­bergi hafa reynst vel – þá spreyja efn­inu á vaskinn og láta standa í 10-15 mín­út­ur áður en það er skolað af.
  • Þú get­ur einnig lagt eld­húspapp­ír á svæðið og helt venju­legu ed­iki yfir papp­ír­inn. Látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt og þurrka svo yfir með blaut­um klút.
  • Ein­hverj­ir ganga svo langt að nota fín­an sandpapp­ír, en það get­ur tekið glans­inn af vask­in­um.
  • Eitt ráðið er að fylla vaskinn af heitu vatni og leggja uppþvotta­töflu í vatnið þannig að hún leys­ist upp á 1-2 tím­um. Skolið síðan vaskinn og hreinsið alla sápu burt. Þurrkið og smyrjið að lok­um með ólífu­olíu og látið standa yfir nótt. Þurrkið yfir næsta morg­un og vask­ur­inn mun vera eins og nýr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert