Kristals-kóngur með nýja verslun

Frederik Bagger hefur skotist hratt upp stjörnustigann hvað varðar hönnun …
Frederik Bagger hefur skotist hratt upp stjörnustigann hvað varðar hönnun á fallegum og vönduðum kristalsvörum. mbl.is/Frederik Bagger

Það var árið 2015 sem Frederik Bag­ger setti fyrsta krist­als­glasið sitt á markað. En krist­als­glös hafa aldrei verið eins vin­sæl og sjást víða á heim­il­um í dag – þá í öll­um stærðum og gerðum.

Nú hef­ur hinn vin­sæli hönnuður opnað dyrn­ar að nýrri versl­un í Kaup­manna­höfn, þar sem þú get­ur skoðað og upp­lifað allt vöru­úr­valið á ein­um stað.

Frederik Bag­ger hannaði hinn full­komna milli­veg með fag­ur­fræði og virkni á krist­als­glös­un­um sín­um sem hófu æv­in­týrið hans í heimi hönn­un­ar á svo stutt­um tíma. Glös­in eru svo ein­stak­lega fal­leg ásjónu og má nota dag­lega, ekki bara við hátíðleg til­efni. Svo er það allra besta – en glös­in mega fara í uppþvotta­vél og það kunn­um við vel að meta.

Þeir sem vilja reka inn nefið í næstu helg­ar­ferð til Kö­ben geta lagt leið sína á Grønn­ega­de 36, rétt hjá Kongens Nytorv.

Það væri ekki amalegt að skála úr þessum glösum næstu …
Það væri ekki ama­legt að skála úr þess­um glös­um næstu ára­mót. mbl.is/​Frederik Bag­ger
mbl.is/​Frederik Bag­ger
Það eru ekki bara glös sem koma úr smiðju Bagger, …
Það eru ekki bara glös sem koma úr smiðju Bag­ger, því þar má einnig finna skál­ar í ýms­um stærðum. mbl.is/​Frederik Bag­ger
mbl.is/​Frederik Bag­ger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert