Kvöldmaturinn sem fær þig til að fara í heljarstökk

Stórkostlegar vorrúllur sem enginn avókadó unnandi ætti að láta framhjá …
Stórkostlegar vorrúllur sem enginn avókadó unnandi ætti að láta framhjá sér fara. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef ein­hver kann að meðhöndla og elda með avóka­dó, þá er það Hild­ur Rut sem deil­ir hér með okk­ur enn einni bragðbomb­unni sem inni­held­ur avóka­dó.

Sjálf hef­ur hún þetta um rétt­inn að segja; „Það eru ör­ugg­lega fleiri en ég sem elska „avoca­do eggroll“ á Cheeseca­ke factory í Banda­ríkj­un­um. En sá rétt­ur er fyr­ir­mynd­in af þess­ari upp­skrift. Ég sá svo Tinnu Þorra­dótt­ur gera þessa dá­semd­ar kórí­and­er sósu og ég varð bara að prófa að gera hana með. Hún pass­ar sér­lega vel með vor­rúll­un­um. Það er svo lítið mál að gera þetta og ég mæli með að þið prófið. Þetta er ótrú­lega gott.“

Kvöldmaturinn sem fær þig til að fara í heljarstökk

Vista Prenta

Avóka­dó vor­rúll­ur (6 vor­rúll­ur)

  • 2 stór avóka­do (eða 3 lít­il avóka­dó)
  • 1-2 tóm­at­ar
  • 2 msk. kórí­and­er
  • 3 msk. blaðlauk­ur
  • Safi úr ½ lime
  • Chili flög­ur
  • Salt og pip­ar
  • Egg
  • 2 dl olía (ég notaði steik­ingarol­í­una frá Olifa)
  • Fílódeig (frá Phills­bury, fæst t.d. í Krón­unni og Hag­kaup)

Kórí­and­er sósa

  • 3 msk. sýrður rjómi
  • 1 msk. maj­ónes
  • 3 msk. kórí­and­er
  • Safi úr ½ lime
  • ½ tsk. li­me­börk­ur
  • Salt og pip­ar
  • Smá hvít­laukssalt

Aðferð:

  1. Stappið avóka­dóið gróf­lega með kart­öflustapp­ara.
  2. Skerið tóm­at­ana, kórí­and­er og blaðlauk smátt og hrærið sam­an við avóka­dóið. Kreistið safa úr lime og kryddið með salti, pip­ar og chili flög­um.
  3. Skerið fílódeigið í 6 fern­inga. Ein plata af deig­inu ger­ir 2 skammta.
  4. Dreifið avóka­dóstöpp­unni jafnt í miðjuna á öll­um skömmt­un­um.
  5. Pískið egg og penslið horn­in á deig­inu.
  6. Pakkið deig­inu sam­an eins og um­slagi og myndið úr því 6 rúll­ur. Farið var­lega af því að deigið er viðkvæmt. Ef það kem­ur gat á deigið þá er gott að taka bút af deig­inu, bleytið það með egg­inu og setjið yfir gatið.
  7. Hitið ol­í­una í háum potti.
  8. Steikið vor­rúll­urn­ar upp úr ol­í­unni þangað til að þær verða gyllt­ar og stökk­ar. Passið að olí­an sé orðin heit. Mér finnst gott að dýfa viðarskapti á skeið í ol­í­una og þegar hún er orðin heit þá bull­sýður viður­inn.
  9. Skerið vor­rúll­urn­ar í tvennt og berið fram með kórí­and­er sós­unni.

Kórí­and­er sósa

  1. Saxið kór­and­er­inn smátt og blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í skál. Berið fram með vor­rúll­un­um.
Kóríander sósan setur svo toppinn yfið i-ið.
Kórí­and­er sós­an set­ur svo topp­inn yfið i-ið. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert