Hér bjóðum við upp á hversdagsréttinn frittata. Allir litir koma hér við sögu í hollum hráefnum og útkoman er stórkostleg.
Litabomba sem bragð er af
- 1 laukur
- 250 g cherry tómatar
- 200 g spínat
- 300 g soðnar kartöflur
- 100 g parmaskinka
- 1 msk ólífuolía
- 2 stór hvítlauksrif
- 4 egg
- 1 dl sýrður rjómi
- Salt og pipar
- 1 stór mozzarella kúla
- Radísur
- Púrrlaukur
Aðferð:
- Hitið ofninn á 175°C.
- Skerið laukinn smátt og tómatana til helminga.
- Skerið kartöflurnar í skífur og skinkuna í minni bita.
- Hitið olíu á pönnu sem þolir að fara í ofn. Steikið lauk, hvítlauk og kartöflur í 3 mínútur og bætið þá spínatinu út á pönnuna.
- Takið pönnuna af hitanum og setjið tómatana út á.
- Pískið egg saman við sýrðan rjóma og hellið út á pönnuna og veltið öllu saman.
- Bætið parmaskinkunni saman við og kryddið með salti og pipar.
- Rífið mozzarella niður og dreifið yfir – setjið því næst pönnuna inn í ofn og bakið í 25 mínútur þar til gyllt á lit.
- Skerið radísur í skífur og púrlaukinn smátt.
- Toppið frittata pönnurnar með radísum og púrrlauk og berið fram með góðu brauði.