Mexíkóskur brunch fyrir meistara

Tortillabollar með fyllingu sem allir í fjölskyldunni munu elska.
Tortillabollar með fyllingu sem allir í fjölskyldunni munu elska. mbl.is/Voresmad.dk

Smá­rétt­ur sem all­ir í fjöl­skyld­unni munu elska. Þessa bolla má í raun fylla með hvaða hrá­efni sem er en hér eru þeir með kjúk­lingi, spínati, eggj­um og par­mes­an.

Mexí­kósk­ur brunch fyr­ir meist­ara

Vista Prenta

Tortilla­boll­ar með gúrme fyll­ingu (6 stk.)

  • 6 tortill­ur
  • 1 msk ólífu­olía
  • 125 g kjúk­ling­ur skor­inn í bita
  • 6 egg
  • 100 g spínat
  • 25 g rif­inn par­mes­an
  • Bolla­köku­form sem rúm­ar 6 bolla

Aðferð:

  1. Skerið tortilla­kök­urn­ar í hringi að stærðinni 8-10 cm í þver­mál.
  2. Penslið kök­urn­ar með olíu og leggið þær ofan í formið.
  3. Hitið rest­ina af ol­í­unni á pönnu og steikið kjúk­ling­inn þar til gyllt­ur. Bætið spínati út á pönn­una.
  4. Setjið eitt egg í hvern „bolla“.
  5. Dreifið kjúk­linga­blönd­unni ofan í hvert form.
  6. Stráið nýrifn­um par­mes­an yfir og bakið þar til gyllt í 10-12 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka