Súpan sem minnkar mittismálið

Þessa súpu gætum við borðað alla daga - eða svona …
Þessa súpu gætum við borðað alla daga - eða svona næstum því. mbl.is/Voresmad.dk_Hanne Holm

Ef það er til einhver matur sem minnkar mittismálið þá er það eflaust þessi súpa hér. Við erum alls ekkert að kvarta yfir því að slíkur matur sé lagður fyrir framan okkur – enda borðum við nóg af óhollustu. Hér er um núðlusúpu að ræða af allra bestu gerð.

Súpan sem minnkar mittismálið (fyrir 1)

  • 125 g kjöt af eigin vali (kjúkling, svín eða naut)
  • Salt á hnífsoddi
  • 25 g hrísgrjóna- eða eggjanúðlur
  • ½ msk. ólífuolía
  • 1 tsk. karrý eða mulið chili krydd
  • ½ msk engifer
  • ½ laukur
  • 4 dl kraftur
  • Vorlaukur
  • 75 g baunaspírur
  • 75 g sykurbaunir
  • 2 msk. nýkreistur limesafi
  • 1½ msk. fiski- eða sojasósa
  • Pipar
  • Púrrlaukur

Aðferð:

  1. Skerið kjötið í munnbita og setjið í kæli.
  2. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skolið því næst undir köldu vatni og látið vatnið dreypa af.
  3. Skerið laukinn og fínsaxið ½ msk af engifer.
  4. Hitið olíu í potti og steikið laukinn, engifer og karrý rétt í eitt augnablik áður en krafturinn og vatnið fer út í. Lækkið niður í hitanum á meðan þetta sýður og setjið lok á pottinn. Látið malla í 5-6 mínútur.
  5. Á meðan súpan er að malla, skerið þá vorlaukinn niður og skolið spírurnar og sykurbaunirnar.
  6. Setjið kjötið út í pottinn og látið sjóða í 1-2 mínútur. Bætið þá vorlauk, spírum og sykurbaunum út í látið sjóða áfram í nokkrar mínútur. Smakkið til með limesafa, fiskisósu og pipar.
  7. Setjið að lokum núðlurnar út í pottinn.
  8. Skreytið með klipptum vorlauk og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka