Kaffikannan eða kaffibrúsinn getur byrjað að lykta ef hann er ekki þrifinn reglulega. Hér bjóðum við upp á þrjú töfratrix til að losna við lyktina og brúsinn verður eins og nýr.
SALT
- Setjið 1,5 dl af grófu salti í kaffikönnuna.
- Fyllið könnuna til hálfs með sjóðandi heitu vatni.
- Skrúfið lokið fast á og hristið könnuna vel.
- Hellið vatninu og skolið könnuna.
- Endurtakið 1x í mánuði til að halda könnunni lyktarlausri.
LYFTIDUFT
- Setjið 2 msk. af lyftidufti.
- Fyllið könnuna af sjóðandi heitu vatni.
- Setjið lokið á könnunni í skál með lyftidufti og sjóðandi heitu vatni.
- Látið hvort tveggja standa í 15 mínútur.
- Hellið vatninu af og skolið.
SÍTRÓNUR
- Pressið safa úr 1-2 sítrónum og hellið í kaffikönnuna.
- Fyllið könnuna með sjóðandi heitu vatni og setjið lokið á.
- Látið standa yfir nótt.
- Skolið með vatni daginn eftir.
Ef það er komin sterk kaffilykt í brúsann þinn erum við með ráðin til að losna við lyktina.
mbl.is/Colourbox