Geggjaður grænmetisréttur frá Hildi Rut

Þetta er svo ótrúlega gott að þú munt ekki geta …
Þetta er svo ótrúlega gott að þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Græn­met­is­rétt­ur af allra bestu gerð er hér á borðunum, sem tek­ur enga stund að út­búa. Og ef þú slepp­ir feta­ost­in­um er rétt­ur­inn orðinn veg­an.

Heiður­inn á Hild­ur Rut sem hef­ur minnkað tölu­vert kjöt­neyslu á sínu heim­ili og er oft­ar en ekki með kjöt­lausa daga. Hér erum við að sjá eggald­inn svo fag­ur­lega skreytt­an með avóka­dó, feta­osti og granatepl­um sem gera rétt­inn ein­stak­lega jóla­leg­an.

Geggjaður grænmetisréttur frá Hildi Rut

Vista Prenta

Fyllt eggjald­inn með feta­osti og granatepli (fyr­ir 1-2)

  • 1 eggjald­inn
  • 2 dl kínóa, eldað
  • Brokkólí
  • 2 svepp­ir
  • 1 skarlottu­lauk­ur
  • Salt og pip­ar
  • Chili exp­losi­on
  • Ólífu­olía, ég nota frá Olifa
  • ½ avoca­do, skorið smátt
  • Stappaður fetakubb­ur, eft­ir smekk
  • Granatepli, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið eggjald­inn til helm­inga og takið aðeins úr því með skeið.
  2. Leggið eggjald­inn á bök­un­ar­papp­ír eða í eld­fast mót og dreifið ólífu­olíu yfir opna hlut­ann og saltið og piprið.
  3. Bakið í ca. 20 mín­út­ur við 180°C.
  4. Skerið sveppi, brokkólí og skarlottu­lauk smátt og steikið á pönnu upp úr olíu.
  5. Blandið kínóa út í og kryddið.
  6. Fyllið eggjald­inn með kínóa­blönd­unni.
  7. Toppið svo með avoca­do, feta­osti og granatepli eft­ir smekk.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert