Lúxus-andasalat með ævintýralegu bragði

Ferskt salat með andabringu og granatepli.
Ferskt salat með andabringu og granatepli. mbl.is/Alt.dk_Tia Borgsmidt

Besta sal­at árs­ins er hér komið á borð, fal­legt og bragðgott — eða sann­kölluð himna­send­ing fyr­ir bragðlauk­ana. Rétt­ur­inn er full­kom­inn sem kvöld- og há­deg­is­mat­ur því þú munt ekki geta hætt að borða hann.

Lúx­us-anda­sal­at með æv­in­týra­legu bragði

Vista Prenta

Himna­send­ing í sal­ati með granatepl­um

  • 1 anda­bringa
  • ½ lítri kraft­ur
  • Salt og pip­ar
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 3 msk. sojasósa
  • 1 msk. síróp
  • sjáv­ar­salt og pip­ar

Sal­at:

  • 200 g græn­ar baun­ir
  • 250 g hvít­kál (má líka vera rautt)
  • Hjarta­sal­at

Dress­ing:

  • 1 tsk. dijon sinn­ep
  • 4 msk. jóm­frúarol­ía
  • 2 msk. epla- eða hvít­vín­se­dik
  • 1-2 tsk. skallot­lauk­ur, smátt skor­inn
  • sjáv­ar­salt og pip­ar

Annað:

  • 50 g feta­ost­ur
  • 1 msk. ólífu­olía
  • Granatepli

Aðferð:

  1. Sjóðið anda­bring­una upp úr krafti í einn klukku­tíma. Takið kjötið upp og látið kólna þar til volgt. Fjar­lægið fit­una og rífið kjötið í minni bita með gaffli.
  2. Snyrtið baun­irn­ar og sjóðið þær í 5 mín­út­ur upp úr létt­söltuðu vatni. Látið kólna í sigti.
  3. Skerið hvít­kálið og hjarta­sal­atið smátt. Setjið volg­ar baun­irn­ar, hvít­kálið og sal­atið á fat.
  4. Pískið hrá­efn­in í dress­ing­una sam­an og veltið sal­at­inu upp úr.
  5. Steikið önd­ina upp úr olíu, sojasósu og sírópi í nokkr­ar mín­út­ur.
  6. Dreifið kjöt­inu yfir sal­atið og myljið feta­ost yfir. Dreifið granatepla­kjörn­um yfir allt sam­an og berið fram með góðu brauði. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert