Dúnmjúkt og nýbakað

Við elskum nýbökuð brauð og þetta er einstaklega djúsí.
Við elskum nýbökuð brauð og þetta er einstaklega djúsí. mbl.is/Colourbox

Hér upp­skrift að brauði, stút­fullt af kær­leika, svo gott er það. Þetta brauð er hollt og um­fram allt al­veg svaka­lega mjúkt og bragðgott. Þessa brauðupp­skrift tek­ur þó um 2-3 daga að baka, en það get­ur oft komið ser vel að baka í skömmt­um. 

Dúnmjúkt og nýbakað

Vista Prenta

Dún­mjúkt og nýbakað (3-4 brauð)

Rúg­bland­an:

  • 150 g rúg­ur
  • 200 g kalt vatn
  • 30 g salt

Deig:

  • Rúg­bland­an hér fyr­ir ofan.
  • 80 g sól­blóma­kjarn­ar
  • 50 g hör­fræ
  • 80 g malað heil­hveiti
  • 1,3 kg fín­malað spelt­hveiti
  • 15-20 g ger
  • 20 g syk­ur
  • 400 g súr­mjólk við stofu­hita
  • 500-600 g vatn

Aðerð:

Dag­ur 1:

  1. Hrærið öll hrá­en­in sam­an í rúg­blönd­una og geymið í kæli yfir nótt.

Dag­ur 2:

  1. Hrærið öll hrá­efn­in sam­an ásamt rúg­blönd­unni og hnoðið vel sam­an.
  2. Látið hvíla þar til deigið hef­ur tvö­faldað sig, gjarn­an yfir nótt.

Dag­ur 2 eða 3:

  1. Formið deigið í 2-3 kúl­ur (eða eins og brauð).
  2. Látið hef­ast þar til deigið hef­ur tvö­faldað sig.
  3. Skerið rák­ir í deigið og bakið við 230° í sirka 30-35 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert