Uppáhalds pastarétturinn þinn

Uppáhald allra í fjölskyldunni er þessi pastaréttur.
Uppáhald allra í fjölskyldunni er þessi pastaréttur. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi rétt­ur mun án efa verða upp­á­halda pasta­rétt­ur­inn þinn eft­ir að hafa smakkað. Hrá­efn­in eru af bestu gerð svo ekk­ert get­ur klikkað.

Uppáhalds pastarétturinn þinn

Vista Prenta

Upp­á­halds pasta­rétt­ur­inn þinn

  • 250 g fusilli pasta
  • 115 g geita­ost­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • 2 tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • ¼ tsk. pip­ar flög­ur, rauðar
  • 170 g kletta­sal­at
  • kirsu­berjatóm­at­ar
  • ½ bolli kalamata ólíf­ur, skorn­ar í sneiðar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Takið um 1 bolla af pasta­vatn­inu til hliðar þegar pastað er til­búið og hellið rest­inni. Setjið pastað í stóra skál.
  2. Dreifið geita­ost­in­um yfir pastað og dreipið ólífu­olíu yfir ásamt sítr­ónusaf­an­um. Stráið salti, rauða og svarta pip­ar­in­um yfir.
  3. Setjið nú 1/​3 bolla af pasta­vatn­inu yfir og veltið öllu sam­an þar til rétt­ur­inn verður hálf rjóma­kennd­ur.
  4. Bætið við kletta­sal­at­inu, tómöt­um og ólíf­um og blandið vel sam­an.
  5. Ef að pastað verður of þurrt, bætið þá við meira af pasta­vatn­inu eða ólífu­olíu.
  6. Smakkið til og kryddið meira eft­ir þörf­um.
Svo einfalt en svo gott - öllu blandað saman í …
Svo ein­falt en svo gott - öllu blandað sam­an í eina skál. mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is/​Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert