Geggjaður þorskur með parmaskinku

Dásalegur ofnbakaður fiskréttur, tilbúinn á tuttugu mínútum.
Dásalegur ofnbakaður fiskréttur, tilbúinn á tuttugu mínútum. mbl.is/Femina.dk_Columbus Leth

Hér er parmaskinka að spila stórt hlutverk í ljúffengum fiskrétti sem tekur enga stund í framreið. Fullkomin máltíð á annasömum degi.

Ofnbakaður þorskur með lúxusskinku

  • 600 g þorskur
  • 4 parmaskinkusneiðar
  • 400 g kúrbítur
  • 300 g litlir tómatar
  • 1 stór rauðlaukur
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk þurrkað timían
  • 1 tsk þurrkað oreganó
  • Salt og pipar
  • 1 dl grænmetiskraftur

Annað:

  • Pasta
  • Steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Skerið kúrbítinn í þykkar skífur og svo aftur í fjóra hluta. Skerið rauðlaukinn niður og veltið grænmetinu upp úr ólífuolíu og kryddið með timían, oreganó, salti og pipar.
  3. Dreifið grænmetinu í eldfast mót og hellið kraftinum í botninn á fatinu. Setjið í ofn í 10 mínútur.
  4. Skiptið þorskinum í 4 hluta og kryddið með salti og pipar. Rúllið hverju þorskstykki inn í parmaskinku.
  5. Takið eldfasta mótið úr ofninum og leggið fiskinn ofan á grænmetið. Setjið aftur inn í ofn í aðrar 15 mínútur þar til skinkan er orðin stökk og fiskurinn tilbúinn.
  6. Berið fram með pasta og dreifið steinselju yfir fiskinn og grænmetið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka