Erum við ekki öll komin í smá jólagír? Þessi heimagerða stjarna mun punta hvaða rými eða glugga sem er í húsinu þínu fyrir jólin. Við rákumst á þessa skemmtilegu hugmynd hjá danska húsbúnaðarblaðinu, Boligmagasinet.
Hér fyrir neðan má sjá í myndbandinu hvernig stjarnan er brotin saman, skref fyrir skref. Uppskriftin er sú sama, hver sem pappírsstrimlastærðin er. Hér væri til dæmis fullkomið að endurnýta strimlagardínur sem eru ekki lengur í notkun.