Þetta er besta leiðin til að frysta brauð

Veistu hvernig best er að frysta brauð?
Veistu hvernig best er að frysta brauð? mbl.is/Colourbox

Þegar við setj­um brauð í frysti verður það oft­ar en ekki seigt og mislitt eft­ir að yf­ir­borðið þorn­ar. Hér er lausn­in við að frysta brauð með glimr­andi góðum ár­angri, svo það hald­ist í allt að 6 mánuði í frysti.

Svona fryst­ir þú brauð:

  • Fyrst og fremst er það afar mik­il­vægt að brauðið sé al­veg ferskt. Ef þú vilt frysta brauðsneiðar, þá skaltu skera brauðið niður á fyrsta sól­ar­hringn­um og setja í frysti.
  • Settu brauðið fyrst inn í frysti án þess að pakka því inn. Leggið sneiðarn­ar á bök­un­ar­plötu og setjið í frysti þar til frýs í gegn. Setjið þá sneiðarn­ar í frysti­poka og fjar­lægið allt loft.

Svona er best að þíða brauð:

  • Taktu út það magn af brauði sem þú ætl­ar þér að borða. Passaðu að tæma aft­ur allt loft úr brauðpok­an­um áður en þú set­ur hann aft­ur inn í frysti.
  • Látið brauðið þiðna á eld­hús­bekkn­um við venju­leg­an heim­il­is­hita, eða skelltu því strax í brauðrist­ina eða ofn­inn.
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert