Við köllum á alla súkkulaðiaðdáendur þarna úti og deilum með ykkur þrefaldri ánægjubombu með súkkulaði. Það er ekki eftir neinu að bíða – það eru nú einu sinni jólin!
Þreföld súkkulaðiánægja
- 160 g smjör
- 160 g 70% súkkulaði
- 200 g sykur
- 4 egg
- 1 msk. hveiti
- 60 g mjólkursúkkulaði
- 60 g hvítt súkkulaði
- 2 msk. heslihnetuflögur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C á blæstri.
- Bræðið smjör í potti og bætið við söxuðu dökku súkkulaði. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
- Takið pottinn af hitanum og hrærið sykrinum saman við.
- Kælið örlítið og setjið eggin út í, eitt í einu. Bætið því næst hveitinu saman við.
- Saxið mjólkusúkkulaðið niður og hvíta súkkulaðið og veltið því saman við súkkulaðideigið.
- Klæðið bökunarform, 20 cm, með bökunarpappír og hellið deiginu út í. Dreifið heslihnetuflögunum yfir.
- Bakið í 25-30 mínútur.
- Geymið kökuna í kæli (ef hún á ekki að borðast strax) þar til þú berð hana fram og þá með vanilluís og góðum kaffibolla.