Þreföld súkkulaðiánægja

Yndisaukandi súkkulaðibomba!
Yndisaukandi súkkulaðibomba! mbl.is/© Anne au Chocolat

Við köll­um á alla súkkulaðiaðdá­end­ur þarna úti og deil­um með ykk­ur þre­faldri ánægju­bombu með súkkulaði. Það er ekki eft­ir neinu að bíða – það eru nú einu sinni jól­in!

Þreföld súkkulaðiánægja

Vista Prenta

Þreföld súkkulaðiánægja

  • 160 g smjör
  • 160 g 70% súkkulaði
  • 200 g syk­ur
  • 4 egg
  • 1 msk. hveiti
  • 60 g mjólk­ursúkkulaði
  • 60 g hvítt súkkulaði
  • 2 msk. hesli­hnetu­f­lög­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C á blæstri.
  2. Bræðið smjör í potti og bætið við söxuðu dökku súkkulaði. Hrærið þar til súkkulaðið hef­ur bráðnað.
  3. Takið pott­inn af hit­an­um og hrærið sykr­in­um sam­an við.
  4. Kælið ör­lítið og setjið egg­in út í, eitt í einu. Bætið því næst hveit­inu sam­an við.
  5. Saxið mjólkusúkkulaðið niður og hvíta súkkulaðið og veltið því sam­an við súkkulaðideigið.
  6. Klæðið bök­un­ar­form, 20 cm, með bök­un­ar­papp­ír og hellið deig­inu út í. Dreifið hesli­hnetu­f­lög­un­um yfir.
  7. Bakið í 25-30 mín­út­ur.
  8. Geymið kök­una í kæli (ef hún á ekki að borðast strax) þar til þú berð hana fram og þá með vanilluís og góðum kaffi­bolla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert