Takó eins og þú hefur aldrei smakkað það

Þessi taco réttur fær fullt hús stiga.
Þessi taco réttur fær fullt hús stiga. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þessi frá­bæri takórétt­ur er enn ein bragðlauks­sprengj­an frá Hildi Rut og með hrá­efni sem marg­ir hafa ef­laust aldrei áður keypt – butt­ernut squash.

Hild­ur Rut seg­ir: „Butt­ernut squash er af­brigði af graskeri en að mínu viti er ekki til neitt ís­lenskt heiti yfir það. Það er stút­fullt af víta­mín­um og geymsluþolið get­ur verið nokkr­ir mánuðir. Graskerið er mjög ljúf­fengt og pass­ar vel í marga rétti. Þessi upp­skrift er ein­föld og ómót­stæðilega góð. Linsu­baun­irn­ar passa mjög vel með grasker­inu en svo er líka gott að setja svart­ar baun­ir eða pintobaun­ir í staðinn. Einnig er auðvelt að gera rétt­inn al­veg veg­an og setja veg­an maj­ónes í staðinn fyr­ir venju­legt.“

Takó eins og þú hefur aldrei smakkað það

Vista Prenta

Takó eins og þú hef­ur aldrei smakkað það (fyr­ir 2-3)

  • Tortill­ur, stærð medi­um
  • lítið butt­ernut squash-grasker
  • ólífu­olía
  • kummín
  • cayenn­ep­ip­ar
  • kórí­and­er­duft
  • salt og pip­ar
  • 1 dl rauðar linsu­baun­ir
  • 2 avóka­dó
  • safi úr límónu
  • ferskt kórí­and­er, smátt skorið (má sleppa)
  • ¼ hvít­káls­haus
  • 4 msk. maj­ónes
  • 1 tsk. sam­bal oelek

Aðferð:

  1. Skerið hýðið af grasker­inu og skerið það í litla bita.
  2. Setjið graskerið í eld­fast mót og dreifið ólífu­olíu yfir. Kryddið með kummíni, cayenn­ep­ip­ar, kórí­and­er­dufti, salti og pip­ar og hrærið sam­an.
  3. Bakið við 190°C í 25-30 mín­út­ur eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Hrærið 1-2 sinn­um í því á meðan það er að bak­ast.
  4. Sjóðið linsu­baun­irn­ar á meðan graskerið er að bak­ast. Sjóðið þær í 2,5 dl vatni í 15-20 mín­út­ur. Saltið og piprið.
  5. Hrærið maj­ónes og sam­bal oelek sam­an. Skerið hvít­kálið í mjóa strimla og hrærið við maj­ónes­blönd­una.
  6. Stappið avóka­dóið. Kreistið yfir það smá safa úr límónu og saltið.
  7. Steikið tortill­urn­ar upp úr ólífu­olíu þar til þær verða stökk­ar. Passið að brenna þær ekki. Brjótið þær sam­an á pönn­unni á meðan þær eru ennþá mjúk­ar.
  8. Fyllið tortill­urn­ar með hrásal­ati, linsu­baun­um, avóka­dó og graskeri. Toppið svo með fersku kórí­and­er.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert