Uppáhaldshversdagsmatur fjölskyldunnar

Stórkostlegar kjötbollur sem munu metta magann.
Stórkostlegar kjötbollur sem munu metta magann. mbl.is/Thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Í desembermánuði er gott að geta gripið í eina klassíska og góða uppskrift sem allir í fjölskyldunni elska — kjötbollur í alveg dásamlegri tómatsósu.

Uppáhaldshversdagsmatur fjölskyldunnar

  • 500 g nautahakk
  • Salt og pipar
  • 2 stk. oreganó
  • 2 tsk. rósmarín
  • 1 msk. gróft sinnep

Tómatsósa:

  • 2 rauðlaukar
  • 4 stór hvítlauksrif
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 rauðar paprikur
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 2 tsk. chilikrydd
  • 1 tsk. oreganó
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið saman nautahakki, salti, pipar, oreganó, rósmarín og sinnepi. Mótið í litlar bollur og steikið upp úr ólífuolíu á heitri pönnu þar til gylltar.
  2. Saxið lauk og hvítlauk og steikið á annarri pönnu. Skerið paprikuna í strimla og bætið þeim saman við hökkuðu tómatana, chili, oreganó, salt og pipar. Látið malla í 10 mínútur og setjið kjötbollurnar út í tómatsósuna og smakkið til.
  3. Berið fram með fersku oreganó eða basilikum, grófu brauði eða jafnvel pasta og rífið parmesan-ost yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka