Uppáhaldshversdagsmatur fjölskyldunnar

Stórkostlegar kjötbollur sem munu metta magann.
Stórkostlegar kjötbollur sem munu metta magann. mbl.is/Thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Í des­em­ber­mánuði er gott að geta gripið í eina klass­íska og góða upp­skrift sem all­ir í fjöl­skyld­unni elska — kjöt­boll­ur í al­veg dá­sam­legri tóm­atsósu.

Uppáhaldshversdagsmatur fjölskyldunnar

Vista Prenta

Upp­á­halds­hvers­dags­mat­ur fjöl­skyld­unn­ar

  • 500 g nauta­hakk
  • Salt og pip­ar
  • 2 stk. or­eg­anó
  • 2 tsk. rós­marín
  • 1 msk. gróft sinn­ep

Tóm­atsósa:

  • 2 rauðlauk­ar
  • 4 stór hvít­lauksrif
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2 rauðar paprik­ur
  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 2 tsk. chilikrydd
  • 1 tsk. or­eg­anó
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Blandið sam­an nauta­hakki, salti, pip­ar, or­eg­anó, rós­marín og sinn­epi. Mótið í litl­ar boll­ur og steikið upp úr ólífu­olíu á heitri pönnu þar til gyllt­ar.
  2. Saxið lauk og hvít­lauk og steikið á ann­arri pönnu. Skerið paprik­una í strimla og bætið þeim sam­an við hökkuðu tóm­at­ana, chili, or­eg­anó, salt og pip­ar. Látið malla í 10 mín­út­ur og setjið kjöt­boll­urn­ar út í tóm­atsós­una og smakkið til.
  3. Berið fram með fersku or­eg­anó eða basilik­um, grófu brauði eða jafn­vel pasta og rífið par­mes­an-ost yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert