Stórkostlegar staðreyndir um bjór

Bjór er ekki bara til að skála í því hann …
Bjór er ekki bara til að skála í því hann má nota í ýmislegt annað líka. mbl.is/Colourbox

Bjór er ekki bara bjór – en við höf­um drukkið bjór í meira en 5000 ár, og drykk­ur­inn góði er ekki bara til að skemmta sér yfir. Hér koma nokkr­ar skemmti­leg­ar staðreynd­ir um bjór og hvernig megi njóta hans á marga vegu, t.d. sem músa­gildru eða verkj­astill­andi.

 Nokkr­ar pæl­ing­ar um bjór og nota­gildi hans:

  • Bjórbað hef­ur verið vin­sælt síðustu miss­er­in og það hef­ur komið á óvart hversu slak­andi það er hjá þeim sem hafa prófað. Kannski hug­mynd að jóla­gjöf fyr­ir bónd­ann? 
  • Er hárið þitt stjórn­laust? Stingdu putt­an­um í bjór og notaðu til að slétta úr flækj­unni. Virk­ar einnig mjög vel á auga­brún­irn­ar.
  • Dýfðu þreytt­um fót­um í kalt ölbað – búblurn­ar munu hjálpa til við verk­ina.
  • Gleymdu WD-40 og notaðu bjór næst þegar þú ert með ryðgaðar skrúf­ur.
  • Bjór er oft­ar en ekki notaður til að pússa kop­ar­kör í brugg­verk­smiðjum. Og þú get­ur líka skrúbbað potta og pönn­ur heima fyr­ir með bjór.
  • Brún­ir grasblett­ir eru bak og burt ef þú hell­ir bjór yfir þá. Syk­ur­inn í bjórn­um hjálp­ar við að drepa niður sveppi og hjálp­ar gras­inu að vaxa.
  • Það er 90—95% vatn í bjórn­um og því er hann til­val­inn í að slökkva elda ef um smá­elda er að ræða. Við mæl­um samt ekki með því að blanda þessu tvennu sam­an. 
  • Mýsn­ar elska bjór­inn. Heltu bjór í stóra skál eða fötu og búðu til lít­inn ramp svo hún kom­ist þar upp á brún­ina. Þú munt síðar finna mús­ina á botn­in­um.
  • Loftið í bjórn­um get­ur hjálpað til ef þú ert með óró í maga. Drekktu bara lítið í einu og sjáðu hvort mag­inn lag­ist ekki.
  • Notaðu bjórdós eða flösku til að nudda ilj­arn­ar með því að rúlla fót­un­um fram og til baka og koma kerf­inu í gang.  
Það er geggjað að taka einn kaldan með sér í …
Það er geggjað að taka einn kald­an með sér í bað, eða baða sig upp úr bjór ef maður vill það. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert