Vantar þig innblástur í hvernig skreyta megi jólatréð í ár? Hér eru nokkrar hugmyndir að litavali og öðrum útfærslum sem við sáum hjá lífsstílstímaritinu Bobedre, en þeir eru ekki þekktir fyrir neitt annað en að vera með puttann á púlsinum.
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
Sannkölluð rauð jól! Hér sjáum við tréð skreytt rauðu skrauti frá toppi til táar – meira segja kertin eru rauð. Takið einnig eftir jólatoppnum sem er eins og stór rós sem trónir efst á trénu. Hér er líka fallegt að blanda saman gylltu og svörtu.
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
Hér er jólatréð skreytt fyrir þá sem kjósa einfaldleikan. Grafísk form í svörtu, hvitu, gráu og brúnum tónum sem gefa hlýleika á tréð.
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
Retró eins og það gerist best. Hér er tréð í sinni bestu mynd með skrauti í grænum, bláum og gylltum litum. Matt, glans og glimmer – geggjað!
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
Skandinavískur bragur alla leið! Hér eru náttúran dregin inn í stofu með heimagerðum leðurstjörnum, korktrjám og pappírsstjörnum. Leður, leðurbönd og viður er einkennisorð fyrir skreytingarnar á þessu tré.
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna
mbl.is/Bobedre.dk_© Foto: Pernille Greve, Styling: Lone Monna