Bjó til snilldarskipulag fyrir vikumatseðilinn

Við elskum að heyra af góðu skipulagi í eldhúsinu.
Við elskum að heyra af góðu skipulagi í eldhúsinu. mbl.is/Colourbox

Þær deyja ekki ráðalaus­ar önn­um köfnu hús­mæðurn­ar sem þurfa yf­ir­leitt að vera á tveim­ur stöðum í einu.

Jessica Bonn­ette birti mynd á Face­book-síðu TheALDINerd.com þar sem hún sýn­ir hvernig hún skipt­ir niður mat­ar­inn­kaup­um vik­unn­ar. Hún set­ur öll þur­refn­in sem til­heyra hverri máltíð fyr­ir sig í körf­ur með miða fyr­ir það sem vant­ar af öðrum hrá­efn­um sem liggja í kæli.

Hún seg­ir að það taki smá tíma að flokka og raða öllu niður um helg­ar, en þegar upp er staðið spar­ar þetta heil­mik­inn tíma þegar þú kem­ur þreytt­ur heim frá vinnu og þarft að fara tína fram allt það sem á að vera í hverri upp­skrift fyr­ir sig. Þetta er kannski vel þess virði að prófa?

Jessica sorterar allan mat fyrir vikuna og sparar þannig tíma …
Jessica sort­er­ar all­an mat fyr­ir vik­una og spar­ar þannig tíma þegar hún kem­ur þreytt heim úr vinnu. mbl.is/​Jessica Bonn­ette/​TheALDINerd.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert