Konfekt á fimm mínútum

Algjörlega ómótstæðilegt konfekt - bæði í mat og mynd.
Algjörlega ómótstæðilegt konfekt - bæði í mat og mynd. mbl.is/Thefoodclub.dk_Ditte Ingemann

Jólalegt og tryllingslega bragðgott! Það verður ekki auðveldara en akkúrat þetta hér og ekki skemmir fyrir hversu fallegt þetta konfekt er. Þetta er upplagt að gera, og jafnvel gefa og gleðja í kringum jólahátíðina.

Konfekt á fimm mínútum (um 20 stk)

  • 300 g dökkt súkkulaði
  • 75 g ristaðar möndlur
  • 25 g ristaðar kókosflögur
  • 75 g þurrkaðar apríkósur
  • 25 g gojiber
  • raspaður appelsínubörkur
  • 2-3 msk. frostþurrkuð ber, t.d. hindber eða jarðarber

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið rólega yfir vatnsbaði.
  2. Saxið möndlurnar og apríkósurnar gróflega.
  3. Hellið súkkulaðinu yfir hneturnar, kókosinn, apríkósurnar, gojiberin, appelsínubörkinn og frostþurrkuðu berin – þar til allt er blandað vel saman.
  4. Hellið massanum í lítið form með bökunarpappír og skreytið með frostþurrkuðum berjum á toppnum. Setjið formið í kæli í u.þ.b. þrjá tíma – skerið þá niður í bita og geymið í boxi inni í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka