Lasagnað sem þú verður að smakka

Hreint út sagt geggjað lasagne!
Hreint út sagt geggjað lasagne! mbl.is/femina.dk_Columbus Leth

Það eru ekki all­ir á því að háma í sig hangi­kjöt og rauðkál all­an des­em­ber­mánuð. Og þá er gott að eiga eina svona upp­skrift við hönd­ina sem fjöl­skyld­an mun elska. Spínatla­sagne með ristuðum svepp­um eins og það ger­ist best.

Lasagnað sem þú verður að smakka

Vista Prenta

Lasagneupp­skrift­in sem þú þarft að eiga (fyr­ir 4)

  • 200 g fersk­ar lasagne­plöt­ur
  • 1 stór mozzar­ellakúla
  • 75 g val­hnetukjarn­ar

Ristaðir svepp­ir:

  • 1 rauðlauk­ur
  • 400 g brún­ir svepp­ir
  • 1 msk. smjör til steik­ing­ar
  • 1 tsk. þurrkað timí­an
  • salt

Spínatsósa:

  • 25 g smjör
  • 2 msk. hveiti
  • 6 dl mjólk
  • 500 g spínat, frosið
  • ½ sítr­óna
  • ½ tsk. múskat
  • salt og pip­ar

Aðferð:

Ristaðir svepp­ir:

  1. Saxið rauðlauk­inn smátt. Hreinsið svepp­ina og skerið þá til helm­inga. Steikið lauk og sveppi upp úr smjöri á pönnu í 3-4 mín­út­ur þar til þeir taka lit. Kryddið með timí­an og salti og takið pönn­una af hit­an­um.

Spínatsósa:

  1. Bræðið smjörið í potti við væg­an hita og pískið hveit­inu sam­an við þar til all­ir klump­ar eru farn­ir. Bætið mjólk sam­an við smátt og smátt og látið suðuna koma upp á meðan þú hrær­ir í.
  2. Blandið frosna spínatinu sam­an við og látið malla þar til vökvinn úr spínatinu hef­ur að mestu gufað upp. Smakkið sós­una til með röspuðum sítr­ónu­berki, múskat, salti og pip­ar.

Sam­setn­ing:

  1. Skerið eða klippið lasagne­plöt­urn­ar til svo þær passi í eld­fasta mótið.
  2. Skerið mozzar­ella­ost­inn í þunn­ar skíf­ur og saxið val­hnet­urn­ar gróft.
  3. Leggið þunnt lag af spínatsós­unni í botn­inn á eld­fasta mót­inu og því næst lasagne­plöt­ur og svo aft­ur spínatsósu. Því næst koma ristuðu svepp­irn­ir og svo koll af kolli, plöt­ur, sósa og svepp­ir til skipt­is. Endið á spínatsósu og leggið mozzar­ella­ost­neiðar yfir.
  4. Dreifið söxuðum val­hnet­um yfir og setjið álp­app­ír yfir fatið — hitið í ofni í 25 mín­út­ur. Takið þá álp­app­ír­inn af og bakið áfram í 10 mín­út­ur þar til gyllt á lit.
  5. Berið fram með góðu brauði eða grænu sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert