Litlar kjötbollur með pasta og pestó

Það jafnast ekkert á við kjötbollur með pestó í matinn.
Það jafnast ekkert á við kjötbollur með pestó í matinn. mbl.is/alt.dk_Mikkel Adsbøl

Sí­vin­sæl­ar á borðið! Kjöt­boll­ur með pasta í tóm­at­blöndu og góðu pestó er það sem mag­inn kall­ar á í dag. Við skul­um láta það eft­ir okk­ur með þess­ari ein­földu og fljót­legu upp­skrift.

Litlar kjötbollur með pasta og pestó

Vista Prenta

Litl­ar kjöt­boll­ur með pasta og pestó

  • 500 g svína­hakk eða blandað hakk
  • 1,5 tsk. salt
  • Pip­ar
  • 1 lít­ill lauk­ur
  • 1 egg
  • 4 msk. hveiti
  • 2 dl mjólk
  • 1 tsk. fín­tsaxað chili
  • 2 stór hvít­lauksrif, mar­in
  • 2 tsk. or­egano
  • Smjör og ólífu­olía til steik­ing­ar

Annað:

  • 300 g pasta
  • 500 g tóm­at­ar
  • 1-2 stór hvít­lauksrif, mar­in
  • 2 msk ólífu­olía
  • Salt og pip­ar
  • 2 dl nýrif­inn par­mes­an
  • Ólíf­ur
  • Basilika

Aðferð:

  1. Blandið hakk­inu sam­an við of­an­greind hrá­efni. Mótið í litl­ar boll­ur og steikið upp úr smjöri á pönnu og olíu þar til gegn­um­steikt­ar.
  2. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  3. Blandið sam­an tómöt­um, hvít­lauk, ólífu­olíu, salti og pip­ar. Veltið blönd­unni sam­an við pastað. Rífið par­mes­an yfir pastað og skreytið með ólíf­um og basilik­um.
  4. Berið boll­urn­ar fram með tóm­at­p­ast­anu og góðu pestó.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka