Sænski prinsinn hannar fyrir Georg Jensen

Sænski prinsinn Carl Philips og Oscar Kylbergs danna saman hönnunarteymið …
Sænski prinsinn Carl Philips og Oscar Kylbergs danna saman hönnunarteymið Bernadotte & Kylberg - en þeir eru með nýjar te- og kaffivörur fyrir Georg Jensen. mbl.is/© Birgitta Wolfgang Bjørnvad

Ný te- og kaffilína lítur dagsins ljós frá Georg Jensen og annar hönnuðurinn á bak við vörurnar er sænski prinsinn Carl Philips.

Hönnunarteymið Bernadotte & Kylberg var stofnað árið 2012 og hefur síðan þá átt þátt í fjöldamörgum uppákomum og hönnun á fallegum vörum. Það nýjasta er í samvinnu við Georg Jensen sem þekktir eru fyrir framleiðslu á vörum úr stáli. En þetta er í fyrsta skipti sem teymið Bernadotte & Kylberg hanna vörur úr stáli. Prinsinn er þó ekki sá fyrsti „Bernadotte“ sem hannar fyrir Georg Jensen, því hönnuðurinn Sigvard Bernadotte, bróðir Ingrid drottningar, hefur einnig hannað fyrir danska merkið.

Áskorunin við að vinna með stál sem er hart efni, er að reyna fá það til að virka létt og mjúkt. Það á næstum að virka viðkvæmt ásjónu. En í nýju vörulínunni sjáum við kaffikönnu með langar línur og handfangið sjálft er einnig langt og lögulegt. Lokið á könnunni gaf þeim að lokum nafnið fyrir vörurnar, sem er Helix – en það þýðir skrúfað form. Nýju vörurnar þykja ótrúlega fágaðar og glæstar og smellpassa inn í ímynd Georg Jensen eins og við var að búast.

Nýja vörulínan sem smellpassar inn í Georg Jensen fjölskylduna.
Nýja vörulínan sem smellpassar inn í Georg Jensen fjölskylduna. mbl.is/Georg Jense
mbl.is/Georg Jensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert