Dúnmjúkar lúxus brauðbollur

Þessar brauðbollur eru algjört lostæti.
Þessar brauðbollur eru algjört lostæti. mbl.is/ bobedre.dk_ © Pernille Greve

Hér eru öll bestu hrá­efn­in sem þú færð í brauðbollu­upp­skrift – sann­kölluð lúx­usút­gáfa. Það mun fátt gleðja fjöl­skyld­una meira en nýbakaðar boll­ur yfir hátiðarn­ar.

Dúnmjúkar lúxus brauðbollur

Vista Prenta

Dún­mjúk­ar lúx­us brauðboll­ur

  • Eitt bréf þurr­ger
  • 5 dl volgt vatn
  • 80 g púður­syk­ur
  • 50 g bráðið smjör
  • Ca. 900-1000 g hveiti
  • Salt á hnífsoddi
  • 2 stór egg
  • 60 g mjólk­ursúkkulaði
  • 60 g marsíp­an, rifið
  • 40 g möndl­ur, fínt saxaðar
  • App­el­sínu­börk­ur
  • Trönu­ber

Annað:

  • 1 egg
  • 1 msk syk­ur
  • 1 tsk. kanill, blandaður sam­an við syk­ur­inn

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatni.
  2. Setjið syk­ur, bráðið smjör út í og því næst hveitið í 2-3 skömmt­um. Hnoðið vel sam­an í 10-15 mín­út­ur. Bætið við salti og hnoðið áfram í 5 mín­út­ur.
  3. Leggið viska­stykki yfir deigið og látið hef­ast í 1 tíma.
  4. Setjið deigið á borðið og búið til holu í miðjunni á því. Sláið eggj­un­um út í miðjuna ásamt súkkulaðinu, marsíp­an­inu, möndl­un­um, röspuðum app­el­sínu­berki og trönu­berj­um.
  5. Leggið deigið yfir „hol­una“ og notið því næst skæri eða sax til að saxa í deigið og hnoðið því næst sam­an. Þetta virk­ar sem óger­legt verk til að byrja með en krefst dass af þol­in­mæði.
  6. Mótið því næst um 15 brauð og setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  7. Látið hef­ast í 30-45 mín­út­ur.
  8. Penslið boll­urn­ar með eggi og stráið kanil­sykri yfir.
  9. Bak­ist við 200°C á blæstri í 15-18 mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert